spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Brunson vs. Machida

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Brunson vs. Machida

UFC hélt bardagakvöld á laugardaginn í Sao Paulo í Brasilíu. Heimamönnum gekk nokkuð vel þó Brasilíumenn töpuðu í tveimur stærstu bardögunum. Hér eru Mánudagshugleiðingarnar eftir bardagakvöldið.

Lyoto ‘The Dragon’ Machida snéri aftur eftir tveggja ára bann í aðalbardaga kvöldsins. Hann mætti Derek Brunson og fékk mikinn stuðning frá áhorfendum. Drekinn gekk í búrið undir tónum Game of Thrones þemalagsins. Drekarnir eru öflugir í þáttunum en þessi dreki sem við sáum á laugardaginn var ekki öflugur í búrinu, því miður. Drekinn var felldur eftir 2:30 í 1. lotu og grafarþögn í Ginásio do Ibirapuera höllinni.

Lyoto Machida var rotaður í þriðja sinn í röð og veit það ekki á gott fyrir hinn 39 ára gamla Machida. Það er spurning hversu lengi hann vill halda áfram eftir þetta en á örugglega ennþá eftir að taka allavegna einn bardaga í viðbót. Hann vill eflaust ekki enda ferilinn svona og fær kannski einhvern eins og Nate Marquardt næst – gamalreyndan jaxl sem er á síðustu metrunum eins og Machida.

Derek Brunson hefur nú unnið tvo bardaga í röð og þá báða með rothöggi. Þegar betur er að gáð má sjá að hann hefur unnið síðustu sex bardaga sína með rothöggi sem er nokkuð flottur árangur. Öll töpin hans í UFC hafa verið gegn stórum nöfnum á borð við Yoel Romero, Anderson Silva og Robert Whittaker. Það má deila um tapið gegn Anderson Silva en Romero og Whittaker rotuðu Brunson. Svo sem ekkert til að skammast sín og spurning hvort Brunson sé óvæntur áskorandi í millivigtinni.

Colby Covington nældi sér í sinn stærsta sigur á ferlinum þegar hann sigraði Demian Maia um helgina. Maia var að hafa betur standandi gegn Covington til að byrja með en sá bandaríski hélt uppi háum hraða í fyrstu lotu sem gamli maðurinn virtist ekki ráða við. Eftir nokkrar misheppnaðar fellutilraunir frá Maia átti hann lítið eftir á tankinum.

Covington var á topp átta á landsvísu í bandarísku háskólaglímunni (fékk All-American nafnbótina) en Maia hefur aðeins einu sinni tekist að ná fellu gegn andstæðingi sem hefur fengið þá nafnbót. Maia hefur mætt fimm andstæðingum sem hafa fengið nafnbótina (Tyron Woodley, Chael Sonnen, Colby Covington, Chris Weidman og Mark Munoz) og var Chael Sonnen sá eini sem Maia tókst að ná niður.

Covington óskaði eftir titilbardaga gegn Tyron Woodley en ólíklegt er að honum verði að ósk sinni að þessu sinni. Bardagi gegn Darren Till gæti verið líklegur en hugsanlega vill UFC ekki tefla tveimur upprennandi áskorendum gegn hvor öðrum. Stephen Thompson gæti verið laus takist honum að vinna liðsfélaga Covington, Jorge Masvidal, á UFC 217 nú um helgina.

Bardagakvöldið í Sao Paulo var ekki hið stærsta en nokkuð skemmtilegt. Nú á laugardaginn fer samt fram eitt stærsta kvöld ársins, UFC 217 í Madison Square Garden.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular