spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Cerrone vs. Medeiros

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Cerrone vs. Medeiros

UFC var með bardagakvöld í Texas í nótt. Bardagakvöldið var ansi skemmtilegt en hér eru Mánudagshugleiðingar eftir bardagakvöldið.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Donald Cerrone og Yancy Medeiros. Þetta var sennilega einn vinalegasti bardagi sem sést hefur í UFC. Þeir voru mjög vinalegir í aðdraganda bardagans og töluðu af mikilli virðingu um hvorn annan. Í vigtuninni færði Medeiros kúrekanum Cerrone kúrekahatt frá Havaí og svo föðmuðust þeir fyrir bardagann líkt og þeir væru gamlir vinir á leið á æfingu. Þegar Cerrone kýldi Medeiros svo niður í bardaganum föðmuðust þeir aftur.

Cerrone rotaði svo Medeiros í lok 1. lotu og enn hélt vinalegi tónninn áfram. Medeiros stökk yfir búrið til að heilsa ömmu Cerrone og faðmaði hana rétt eftir að Cerrone hafði rotað hann. Þetta var eiginlega bara ógeðslega skemmtilegt að sjá. Ekkert nema vinskapur, kærleikur og hnefahögg. Þetta er það sem báðir hafa ótrúlega gaman af að gera og voru engin illindi þrátt fyrir að annar hefði tapað. Þetta var kannski full mikið af hinu góða þegar þeir voru að faðma hvorn annan í miðjum bardaganum en annars skemmtileg tilbreyting frá spennuþrungna testóumhverfinu sem er vanalega.

Eftir þrjú töp í röð komst Cerrone aftur á sigurbraut. Hann ætlar þó að fara aftur niður í léttvigt og stefnir á beltið þar. Hann útilokar þó ekki taka fleiri bardaga í veltivigt ef UFC óskar eftir því. Cerrone jafnaði líka met Georges St. Pierre og Michael Bisping yfir flesta sigra í UFC eða 20 talsins. Það er ansi margt sem bendir til að hann muni bæta það met.

Derrick Lewis rotaði Marcin Tybura í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Viðtalið við hann eftir bardagann var að venju stórskemmtilegt. UFC klippti þó út ummæli hans um eiginkonu hans í viðtalinu sem rataði á Youtube. Þau ummæli má þó lesa hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular