Thursday, April 18, 2024
HomeErlentUFC bardagamaðurinn Elias Theodorou verður spjaldastrákur hjá Invicta

UFC bardagamaðurinn Elias Theodorou verður spjaldastrákur hjá Invicta

UFC bardagamaðurinn Elias Theodorou verður spjaldastrákur hjá Invicta þann 24. mars. Þetta verður í fyrsta sinn sem karlmaður sinnir þessu starfi hjá Invicta.

Konur eins og Brittney Palmer og Arianny Celeste hafa gert garðin frægan sem spjaldastelpur (e. ring girls) hjá UFC. Í Invicta, þar sem einungis konur berjast, hafa konur á borð við Natasha Wicks haldið á spjöldunum og tilkynnt áhorfendum hvaða lota er í þann mund að hefjast.

Á Invicta FC 28 þann 24. mars mun Theodorou vera spjaldastrákur og segja áhorfendum hvaða lota er að fara að byrja en þetta sagði hann í The MMA Hour í gær.

„MMA hefur alltaf verið leiðandi í jafnrétti kynjanna á margan hátt. Maður sér það þegar kvennabardagarnir eru orðnir eitt stærsta aðdráttaraflið á stórum kvöldum og fyrir framan milljónir áhorfenda og nú verð ég fyrsti spjaldastrákurinn,“ sagði Theodorou.

Theodorou var spjaldastrákur á litlu bardagakvöldi í Montreal á dögunum en Invicta bardagakvöldið verður mun stærri vettvangur.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular