Saturday, July 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC bardagamaðurinn Elias Theodorou verður spjaldastrákur hjá Invicta

UFC bardagamaðurinn Elias Theodorou verður spjaldastrákur hjá Invicta

UFC bardagamaðurinn Elias Theodorou verður spjaldastrákur hjá Invicta þann 24. mars. Þetta verður í fyrsta sinn sem karlmaður sinnir þessu starfi hjá Invicta.

Konur eins og Brittney Palmer og Arianny Celeste hafa gert garðin frægan sem spjaldastelpur (e. ring girls) hjá UFC. Í Invicta, þar sem einungis konur berjast, hafa konur á borð við Natasha Wicks haldið á spjöldunum og tilkynnt áhorfendum hvaða lota er í þann mund að hefjast.

Á Invicta FC 28 þann 24. mars mun Theodorou vera spjaldastrákur og segja áhorfendum hvaða lota er að fara að byrja en þetta sagði hann í The MMA Hour í gær.

„MMA hefur alltaf verið leiðandi í jafnrétti kynjanna á margan hátt. Maður sér það þegar kvennabardagarnir eru orðnir eitt stærsta aðdráttaraflið á stórum kvöldum og fyrir framan milljónir áhorfenda og nú verð ég fyrsti spjaldastrákurinn,“ sagði Theodorou.

Theodorou var spjaldastrákur á litlu bardagakvöldi í Montreal á dögunum en Invicta bardagakvöldið verður mun stærri vettvangur.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular