0

Birgir Örn og Diego berjast í Litháen á laugardaginn

Mjölnismennirnir Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia keppa á King of the Cage í Litháen á laugardaginn. Bardaginn kemur upp með skömmum fyrirvara en strákarnir ákváðu að slá til.

Birgir Örn Tómasson (1-0) mætir Litháanum Paulius Zitinevicius (1-1-1) í léttvigt. Birgir Örn hefur ekkert keppt í MMA síðan hann vann sinn fyrsta atvinnubardaga í febrúar í fyrra. Þá sigraði hann Anthony O’Connor með rothöggi í 1. lotu.

Diego Björn Valencia

Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Diego Björn Valencia (2-1 sem atvinnumaður) mætir öðrum Litháa að nafni Laurynas Urbonavicius (7-1). Bardaginn fer fram í léttþungavigt en Urbonavicius hefur klárað alla sjö sigra sína. Það verður þó að taka það með í reikninginn að andstæðingar hans eru ekki hátt skrifaðir.

Eins og áður segir fer King of the Cage kvöldið fram á laugardaginn í Litháen en óvíst er að svo stöddu hvort sýnt verði frá kvöldinu í beinni. Það getur þó hugsast að bardagakvöldið verði streymt í gegnum Facebook. Þá mun eitthvað vera sýnt á Snapchat-i Mjölnis.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.