Ein af rísandi stjörnunum í UFC í dag er Brian Ortega. Hann mætir Frankie Edgar í næstu viku en hér kynnir UFC hann til leiks.
Brian Ortega hefur klárað alla sex bardaga sína í UFC (einn dæmdur ógildur eftir að hann féll á lyfjaprófi) og fær hann sinn stærsta bardaga á UFC 222 þann 3. mars. Þá mætir hann Frankie Edgar en Edgar átti upphaflega að mæta Max Holloway í aðalbardaga kvöldsins. Holloway meiddist hins vegar og fær sigurvegarinn væntanlega titilbardaga gegn Holloway þegar hann snýr aftur.
Í þessu myndbandi frá UFC er farið í bakgrunn Ortega, en hann er svart belti í brasilísku jiu-jitsu, og upprisu hans í UFC.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- UFC 257 Embedded: Fjölmiðladagur fyrir stóru stundina - January 21, 2021
- Veðmálin hrannast inn á Conor fyrir helgina - January 21, 2021
- UFC 257 Embedded: Afmælisstrákurinn Dustin Poirier - January 20, 2021