spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: De Randamie vs. Ladd

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: De Randamie vs. Ladd

Embed from Getty Images

UFC var með bardagakvöld í Sacramento á laugardaginn. Þær Germaine de Randamie og Aspen Ladd mættust í aðalbardaga kvöldsins þar sem járnkonan var fljót að klára þetta.

Eftir 16 sekúndur var aðalbardagi kvöldsins bara búinn. Germaine de Randamie kýldi Ladd snemma niður og fylgdi eftir en dómarinn Herb Dean var full fljótur að stöðva bardagann. Það hefði samt sennilega ekki breytt miklu en Ladd virtist ekki vera neitt alltof ósátt með störf dómarans.

Núna er Germaine de Randamie búin að vinna fimm bardaga í röð eða síðan hún tapaði fyrir Amanda Nunes. Í þunnskipaðri bantamvigt er de Randamie komin í lykilstöðu til að skora á beltið. Einn sigur í viðbót ætti að vera nóg til að fá bardaga gegn Nunes.

De Randamie er samt ennþá óvinsæl eftir tíma sinn sem fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC. Sigur hennar á Holly Holm þegar hún tryggði sér beltið var vafasamur og þá sérstaklega eftir að hafa tvívegis kýlt Holm eftir að lotan kláraðist. De Randamie neitaði síðan að berjast við Cyborg í hennar fyrstu titilvörn og það fór ekki vel í aðdáendur.

Núna vill hún endilega fá titilbardaga en ætlar ekki að bíða eftir Nunes. Nunes mun væntanlega verja fjaðurvigtartitilinn næst og nennir de Randamie ekki að bíða eftir Nunes enda lítið barist undanfarin tvö ár. De Randamie vill ná tveimur bardögum í viðbót á árinu og ef hún gerir það, og gerir það jafn vel og hún gerði um helgina, verður hún fljót að komast aftur í náðina hjá bardagaaðdáendum.

Embed from Getty Images

Urijah Faber kláraði síðan Ricky Simon á aðeins 46 sekúndum. Það voru margar viðvörunarbjöllur fyrir endurkomu Faber. Hann hætti með sæmd fyrir tveimur og hálfu ári síðan en kaus að snúa aftur í búrið – 40 ára að aldri. Faber sagði það sama og svo margir gera í þessum sömu sporum; „mér hefur aldrei liðið jafn vel fyrir bardaga,“ „ég er betri en þegar ég hætti,“ „hungrið er komið aftur“ og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir fögur loforð fyrir bardaga hefur maður alltof oft séð gamla bardagamenn líta illa út og þá sérstaklega eftir langa fjarveru.

Faber gerði það hins vegar ekki. Það er erfitt að meta út frá 46 sekúndna bardaga hvar nákvæmlega Faber stendur í dag en hann rotaði Ricky Simon í 1. lotu og var það hans fræga yfirhandar hægri sem kláraði dæmið. Faber er síðan núna að tala um bardaga við Henry Cejudo sem er gjörsamlega fráleitt.

Embed from Getty Images

Ryan Hall átti síðan frábæran sigur gegn Darren Elkins. Hall er með ótrúlega áhugaverðan stíl að mínu mati og hlakka ég til að sjá hvað framtíðar andstæðingar hans ætla að gera til að stoppa hann. Ég held það sé ekkert ómögulegt, mig langar bara að sjá hvað þeir ætla að gera. Mig langar í það minnsta að sjá hann á móti mörgum ólíkum andstæðingum til að sjá hvernig stíllinn hans virkar gegn ólíkum andstæðingum.

Næsta bardagakvöld fer fram á laugardaginn þar sem Rafael dos Anjos mætir Leon Edwards í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular