Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaEinn sigur og tvö töp á Caged Steel

Einn sigur og tvö töp á Caged Steel

Reykjavík MMA var með þrjá keppendur á Caged Steel bardagakvöldinu í Sheffield í gær. Niðurstaðan reyndist vera einn sigur og tvö töp.

Bardagakvöldið var stórt hjá Caged Steel en hátt í 40 bardagar voru á dagskrá. Fyrstur af strákunum frá Reykjavík MMA var Kristof Porowsky (1-0 fyrir bardagann) og var það fyrsti bardagi kvöldsins. Hann mætti Brad Kittrick (4-1 fyrir bardagann) í áhugamannabardaga í léttvigt.

Kristof var ekki lengi að afgreiða bardagann og sigraði eftir tæknilegt rothögg snemma í 1. lotu.

Næstur var Aron Kevinsson (3-1 fyrir bardagann) en hann mætti Tom Mullen (7-0 fyrir bardagann) einnig í léttvigt. Tom hafði fyrir bardagann unnið alla sjö bardagana sína með uppgjafartaki í 1. lotu.

Tom tók Aron niður í 1. lotu og átti Aron erfitt með að komast upp en tók ekki mikinn skaða í gólfinu. Í 2. lotu virtist Aron vera kýldur niður og hélt Tom honum niðri í dágóðan tíma. Aron reyndi að standa upp en var aftur tekinn niður og náði Tom nokkrum þungum höggum í gólfinu.

Í 3. lotu var nokkurn veginn það sama uppi á teningnum og sigraði Tom því eftir dómaraákvörðun. Aron reyndi hvað hann gat gegn sterkum andstæðingi en þetta er í fyrsta sinn sem Tom nær ekki að klára andstæðinginn sinn.

Síðastur var Þorgrímur Þórarinsson (3-1 fyrir bardagann) en hann mætti Chris HIll (5-2 fyrir bardagann) um ofurveltivigtartitil (176 pund) Caged Steel. Bardaginn byrjaði ekki vel fyrir Þorgrím og var hann sleginn niður snemma í 1. lotu. Hill hélt Þorgrím niðri lengi vel eftir höggið án þess þó að gera mikinn skaða. Þorgrímur komst upp og náði sjálfur fellu í lotunni. Þorgrímur komst í „mount“ og tók síðan bakið en síðustu 30 sekúndur lotunnar var Þorgrímur í yfirburðarstöðu að kýla Hill. Flottur viðsnúningur hjá Þorgrími eftir bras í byrjun.

Í 2. lotu náði Hill fellu og komst í yfirburðarstöðu þar sem hann reyndi „arm-triangle“ hengingu. Þorgrímur slapp, komst svo sjálfur í „mount“ og tók bakið þar sem hann var að lenda þungum höggum. Mjög jöfn lota og spennandi bardagi að eiga sér stað.

Þorgrímur átti síðan þriðju og síðustu lotuna. Þorgrímur reyndi fellur og náði tvisvar sinnum á endanum en tókst ekki að komast í yfirburðarstöðu. Þorgrímur vann þó þessa lotu klárlega. Bardaginn fór því í dómaraákvörðun þar sem Hill sigraði. Mjög jafn og skemmtilegur bardagi og hefði sigurinn alveg getað dottið réttu megin fyrir Þorgrím.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular