0

Úrslit UFC Fight Night: De Randamie vs. Ladd

UFC var með bardagakvöld í Sacramento í kvöld. Þær Germaine de Randamie og Aspen Ladd mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Það tók járnkonuna Germaine de Randamie aðeins 16 sekúndur að klára Aspen Ladd. Bardaginn var stöðvaður samt snemma að margra mati en Randamie kýldi Ladd niður með beinni hægri og lét annað högg fylgja en dómarinn Herb Dean var strax kominn til að stöðva bardagann. Ladd virtist þó vera í ágætis standi en úrslitin standa.

Hinn fertugi Urijah Faber snéri aftur eftir nokkurra ára fjarveru og kláraði Ricky Simon eftir aðeins 46 sekúndur í 1. lotu. Góð endurkoma hjá Faber en öll önnur úrslit má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Bantamvigt kvenna: Germaine de Randamie sigraði Aspen Ladd með tæknilegu rothöggi eftir 16 sekúndur í 1. lotu.
Bantamvigt: Urijah Faber sigraði Ricky Simon með tæknilegu rothöggi eftir 46 sekúndur í 1. lotu
Fjaðurvigt: Josh Emmett sigraði Mirsad Bektić með tæknilegu rothöggi eftir 4:25 í 1. lotu.
Millivigt: Karl Roberson sigraði Wellington Turman eftir klofna dómaraákvörðun.
Millivigt: Marvin Vettori sigraði Cezar Ferreira eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27)

Upphitunarbardagar:

Léttþungavigt: John Allan sigraði Mike Rodriguez eftir dómaraákvörðun.Fjaðurvigt: Andre Fili sigraði Sheymon Moraes með tæknilegu rothöggi eftir 3:07 í 1. lotu.
Bantamvigt kvenna: Julianna Peña sigraði Nicco Montaño eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Ryan Hall sigraði Darren Elkins eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Jonathan Martinez sigraði Pingyuan Liu með rothöggi eftir 3:54 í 3. lotu.
Strávigt kvenna: Brianna Van Buren sigraði Lívia Renata Souza eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Benito Lopez sigraði Vince Morales eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.