Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Holloway vs. Oliveira

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Holloway vs. Oliveira

Max Holloway. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Max Holloway. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

UFC Fight Night: Holloway vs. Oliveira fór fram í gær í Saskatoon, Kanada. Bardagakvöldið var nokkuð skemmtilegt og mátti sjá skemmtileg tilþrif. Hér eru Mánudagshugleiðingarnar eftir bardagakvöldið.

Undarleg meiðsli eyðilögðu spennandi bardaga

Max Holloway og Charles Oliveira mættust í aðalbardaga kvöldsins og ríkti mikil eftirvænting fyrir bardaga þeirra. Gamanið var þó stutt þar sem Oliveira þurfti að hætta eftir um það bil 90 sekúndur vegna hálsmeiðsla. Oliveira kom inn í bardagann með hálsmeiðsli og eftir að hann skall harkalega á búrinu varð hann dofinn í skrokknum og gat ekki barist meira. Hann er enn í frekari skoðun og óljóst hvað sé að hálsinum.

Oliveira óskaði eftir að bardaginn yrði bókaður aftur á meðan Holloway óskaði eftir því að berjast við Frankie Edgar. Þetta var sjöundi sigur Holloway í röð en bardaginn er skráður sem tæknilegt rothögg. Þetta voru gífurleg vonbrigði enda ríkti mikil tilhlökkun fyrir bardaganum. Þetta var sérstaklega svekkjandi fyrir þá Evrópubúa sem vöktu langt fram eftir til að sjá þessa spennandi viðureign.

Erick Silva leit illa út

Neil Magny sigraði Erick Silva eftir dómaraákvörðun. Óhætt er að segja að Erick Silva hafi ekki verið sjálfum sér líkur enda gasaði hann ekki út eftir fyrstu lotuna líkt og hann gerir svo oft. Hann var kannski agaðri í sínum aðgerðum til að byrja með en gerði á sama tíma afskaplega lítið. Það lifnaði aðeins yfir honum í 2. lotu en samt virtist Magny vera með yfirhöndina mest allan tímann. Silva var einnig ekki eins skorinn og oft áður og spurning hvort hann hafi átt við meiðsli að stríða í aðdraganda bardagans.

Andstæðingur fyrir Gunnar?

Sigur Neil Magny á Erick Silva er sennilega stærsti sigurinn á hans ferli. Það virðist lítil von um að Gunnar verði á bardagakvöldinu í Dublin en Neil Magny gæti verið flottur andstæðingur í Dublin. Magny tók fyrrgreindan bardaga gegn Silva með aðeins þriggja vikna fyrirvara eftir erfitt tap gegn Demian Maia. Skammur fyrirvara er því ekkert sem Magny hugsar of mikið um. Magny er sem stendur í 15. sæti á styrkleikalista UFC á meðan Gunnar er í því 11.

Patrick Cote sigraði Josh Burkman með tæknilegu rothöggi í 3. lotu og varð þar með fyrsti maðurinn til að rota Burkman. Cote hefur átt langan feril og óskaði eftir bardaga gegn Hector Lombard. Lombard varð uppvís af steranotkun og situr nú af sér eins árs bann. Banninu lýkur í janúar og gætu þeir mæst snemma á næsta ári. Vilji Cote berjast fyrr gæti hann verið góð áskorun fyrir Gunnar.

Næsta UFC bardagakvöld fer fram þann 5. september þegar Demetrious Johnson mætir John Dodson.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular