spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Machida vs. Dollaway

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Machida vs. Dollaway

machida tkoÞað var allt nokkurn veginn eftir bókinni á UFC bardagakvöldinu í Barueri í Brasilíu á laugardaginn. Tvö stærstu nöfnin sigruðu sína bardaga og var bardagakvöldið ágætis skemmtun.

Aðalbardagi kvöldsins fór eins og flestir reiknuðu með en kannski fyrr en búist var við. Lyoto Machida sigraði eftir skrokkhögg (spark) eftir rúma mínútu í fyrstu lotu. Ekki alveg það sem C.B. Dollaway vildi og missti hann þarna af gullnu tækifæri til að komast á meðal þeirra bestu í millivigtinni. Hann fer líklegast aftur þangað þar sem hann á heima og berst við topp 20 andstæðinga.

Lyoto Machida getur vel við unað eftir helgina og kemst aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað bardaga um millivigtartitilinn í sumar. Bardagi milli hans og Luke Rockhold gæti orðið gríðarlega spennandi fyrir millivigtina og er bardagi sem eflaust heillar marga bardagaaðdáendur. Báðir með frábær spörk og báðir svart belti í brasilísku jiu-jitsu.

Renan Barao sigraði Mitch Gagnon en átti í meiri erfiðleikum en flestir reiknuðu með. Gagnon stóð vel í meistaranum og var staðan jöfn þegar þriðja lotan hófst. Gagnon var orðin vel þreyttur þá og reyndi árangurslaust að taka Barao niður. Barao náði sjálfur fellu frekar auðveldlega og hengdi Gagnon með “arm-triangle” hengingu. Þessi sigur er ekki nóg til að gefa honum annan titilbardaga og gæti hann mætt Raphael Assuncao næst.

Erick Silva gerir það sem hann gerir alltaf, vinnur óþekktari bardagamenn glæsilega í fyrstu lotu í heimalandinu sínu. Erick Silva ætti að tapa næsta bardaga en eftir hvern sigur tapar hann næsta bardaga en þannig hefur það verið í síðustu átta bardögum hans. Sigur-tap hrynan hans hefur þó verið mjög skemmtileg fyrir áhorfendur en hann hefur fengið frammistöðubónus eða bónus fyrir besta bardaga kvöldsins í sex af síðustu átta bardögum. Fái hann ekki topp 10 andstæðing næst gæti hann sigrað tvo andstæðinga í röð en það hefur ekki enn gerst á UFC-ferli hans.

Þetta var síðasta UFC bardagakvöld ársins en næsta bardagakvöld fer fram 3. janúar en þá mætast Jon Jones og Daniel Cormier um léttþungavigtarbelti UFC!

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular