spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Machida vs. Romero

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Machida vs. Romero

yoel romero machidaDraumar rætast í Hollywood en á laugardaginn var ekki beint draumabardagakvöld fyrir UFC.

Þetta bardagakvöld missti marga bardaga af dagskrá vegna vandræða með vegabréfsáritun fyrir bardagamenn búsetta í Brasilíu sem áttu að berjast þetta kvöld. Færa þurfti úrstlitabardaga TUF Brazil 4 til UFC 190 og einnig næstsíðasta bardaga kvöldsins milli Rick Story og Erick Silva. Mikið af öðrum bardögum þetta kvöld gengu í gegnum breytingar með stuttum fyrirvara vegna vegabréfsáritanna.

UFC mætti hins vegar með níu bardaga og minni týpuna af búrinu sínu sem yfirleitt kallar fram mikið af rothöggum og uppgjafartökum. Það gekk eftir þar sem meirihluti bardaganna kláraðist innan þriggja lotna. Upphitunarhluti kvöldsins var þó ekki upp á marga fiska.

Það kom hins vegar ein skemmtileg saga í upphitunarbardögunum og með fylgdi svaðalegt rothögg. Tony Sims hafði misst bróður sinn fyrir tíu árum í bílslysi. Bróðir hans hafði keyrt hann áfram í að eltast við drauminn að verða atvinnuíþróttamaður. Sims lofaði sjálfum sér að hann myndi ekki valda bróður sínum vonbrigðum. Draumur þeirra bræðra varð að veruleika þetta kvöld. Hann tók bardagann með suttum fyrirvara, þyngdarflokki fyrir ofan sig gegn hættulegum andstæðingi frá Amercan Top Team. Sims engu að síður rotaði Steve Montgomery í fyrstu lotu með fallegri vinstri hendi.

Á aðalhluta kvöldsins átti Thiago Santos eitt svaðalegasta hásparksrothögg í UFC þar sem andstæðingur hans stífnaði upp og féll beint í gólfið. Andstæðingur hans, Steve Bossé, hafði tekið bardagann með stuttum fyrirvara líkt og svo margir þetta kvöld. Hann hafði lagt hanskana á hilluna árið 2013 en gat ekki sagt nei við tækifærinu á að berjast í UFC. Hanskarnir fara eflaust beint þangað aftur eftir þetta spark.

https://www.youtube.com/watch?v=NQnfuVxCChY

Aðdáendur Cathal Pendred, SBG bardagamannsins og æfingafélaga Gunnars Nelson, muna eflaust eftir Eddie ‘Truck’ Gordon. Hann vann Pendred í umdeildum bardaga í undanúrslitum í TUF 19. Eddie barðist í Hollywood gegn Antônio Carlos Júnior. Þetta var leikur kattarins að músinni. Júnior, sem vann þungarvigtarhluta TUF Brazil 3, var hér að berjast í fyrsta skipti í millivigt. Hann var einfaldlega tveimur númerum of stór fyrir Gordon. Júnior henti Eddie um búrið, lamdi og kramdi þangað til að hann náði inn hengingu í þriðju lotu.

Svo kom að Lorenz Larkin en hann mætti Santiago Ponzinibbio. Larkin er núna 2-0 í veltivigt með tvö rothögg eftir sigur kvöldsins. Hann barðist áður í millivigt í UFC og þar áður í léttþungavigt í Strikeforce en blómstrar nú í veltivigt. Hann var með annan fótinn út úr UFC eftir að hafa tapað þremur bardögum í röð árið 2014. Hann er þó heldur betur búinn að snúa blaðinu við á þessu ári og er skemmtilegur bardagamaður á að horfa. Hann á eflaust eftir að komast í topp 15-20 í veltivigtinni í UFC á þessu ári ef hann heldur svona áfram.

Síðasti bardagi kvöldsins var sá eini sem hafði einhverja raunverulega merkingu í sínum þyngdarflokki. Þar var brasilíski drekinn Lyoto Macida gegn kúbverska stríðsmanni Guðs, Yoel Romero. Bardaginn var jafn framan af þangað til að Romero sýndi hversu megnugur hann er. Hann keyrði upp pressuna og gekk frá Machida í þriðju lotu. Hann gerði það sem fáum glímumönnum hefur tekist, að komast inn gegn Machida, taka hann niður og klára hann í gólfinu. Nokkrum olnbogum síðar var bardaginn búinn.

Flottur sigur og með honum mun UFC eflaust reyna enn einu sinni að láta Romero berjast gegn Jacare Souza. Sigurvegarinn er líklegur til að fá að berjast um millivigtartitilinn við sigurvegarann úr næsta titilbardaga millivigtarinnar þegar Chris Weidman mætir Luke Rockhold.

Kvöldið endaði hins vegar á mjög skringilegan hátt þar sem að Yoel skammaði Bandaríkjamenn fyrir að hafa misst tengsl við trúnna. Hann kallaði í míkrafóninn „Go for Jesus“. Það misskildist mjög illa þar sem margir áhorfendur héldu að hann væri að mótmæla lögleiðingu hjónbands samkynhneigðra í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Það braust út mikil reiði í garð hans á samfélagsmiðlum og hefur það eflaust skaðað ímynd Romero eitthvað. Hann baðst hins vegar afsökunar á þessu seinna um kvöldið og sagði að um tungumálaörðuleika hafi verið að ræða. Hann hafi einungis verið að boða fagnaðarerindið. Dæmi hver fyrir sig.

Hér má sjá textaða útgáfu af viðtalinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Högni Valur Högnason
Högni Valur Högnason
– Fjólublátt belti í BJJ – Grafískur hönnuður og pappírs pervert – Áhuga MMA penni með ritblindu
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular