spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC on FOX: Stephens vs. Emmett

Mánudagshugleiðingar eftir UFC on FOX: Stephens vs. Emmett

UFC hélt lítið bardagakvöld í Orlando um helgina. Kvöldið var í minna lagi en var þó nokkuð hlaðið af skemmtilegum bardögum sem stóðu meira og minna undir væntingum. Umdeilt atvik skyggði þó á kvöldið.

Aðalbardagi kvöldsins var á milli Jeremy Stephens úr Alliance MMA og Josh Emmett úr Team Alpha Male en þessi lið hafa oft eldað grátt silfur sín á milli í gegnum tíðina. Þessi bardagi var álitinn ákveðin prófraun fyrir Emmett sem skaust upp á styrkleikalista UFC með óvæntu rothöggi á Ricardo Lamas fyrir skömmu.

Emmett byrjaði bardagann nokkuð vel og náði að slá Stephens niður í fyrstu lotu. Í annarri lotu kom Stephens hins vegar inn neglu og fylgdi eftir með látum þar til dómarinn þurfti að grípa inn í. Þetta hefði átt að vera stór stund fyrir Stephens en vafasamt hné skyggði á sigurinn og þar af leiðandi kvöldið allt.

Embed from Getty Images

Hnéð umdeilda hitti ekki beint en stóra spurningin er hvort það skipti máli. Stephens reyndi að hitta, Emmett vék sér undan en á bakaleiðinni rakst fóturinn í hnakka Emmett með, að því virtist, engum afleiðingum. Fóturinn fór hins vegar í höfuð liggjandi manns og því var þetta tæknilega séð villa. Fyrir dómarann er erfitt að taka ákvörðun í hita leiksins en hér virðist engin ákvörðun hafa verið sú rétta þar sem atvikið virtist ekki skipta máli. Löglegu höggin frá Stephens kláruðu bardagann en það er aðal atriðið. Umræða, eða nánast deilur, Daniel Cormier og Dominick Cruz um atvikið vakti nokkra athygli. Cruz er liðsfélagið Stephens og því ekki beint hlutlaus en sjón er sögu ríkari.

https://www.youtube.com/watch?v=50CpP2W5d1Y

Enn á ný er deilt um regluverkið og störf dómara. Hefði Dan Miragliotta átt að stíga inn þegar Stephens reyndi að sparka í liggjandi Emmett og taka af honum stig, þrátt fyrir að Stephens hafi ekki hitt? Ásetningurinn var til staðar og það er alltaf ólöglegt að sparka í höfuð andstæðings ef annað eða bæði hné snerta gólfið. Ef Stephens hefði hitt hefði dómarinn klárlega gert hlé á bardaganum og dæmt Stephens úr leik ef hann hefði verið ófær um að halda áfram. Er ásetningurinn einn og sér nóg til að vera dæmdur úr leik eða þarf bardagamanni að takast að fremja brotið til að vera dæmdur úr leik?

2017 reglurnar voru í gildi en Florida er eitt þeirra ríkja sem tekið hefur upp nýju reglurnar. Fjölmörg ríki, þar á meðal Nevada, eru enn með gömlu reglurnar í gildi. Það eru því ólíkar reglur fyrir bardagamenn eftir því hvar þeir berjast. Það er gífurlega ruglandi fyrir bardagamenn og kannski ekki skrítið að menn ruglist á hvað er leyfilegt og hvað ekki í hita leiksins.

Í 2017 reglunum þarf að vera með annað eða bæði hné í gólfinu til að teljast liggjandi en í gömlu reglunum var nóg að vera með aðra höndina í gólfinu. Þessi smávægilegi munur á reglunum er ruglandi fyrir áhorfendur, bardagamenn og dómara. Ríkin verða að fara samræma reglurnar því þetta dregur íþróttina niður. Það er algjört grín að það séu tvö mismunandi regluverk í annars vegar Kaliforníu og hins vegar í Nevada svo dæmi séu tekin.

Fyrr um kvöldið sigraði Jessica Andrade hina hörðu Tecia Torres í þrælskemmtilegum bardaga. Andrade er því komin í lykilstöðu til að skora á strávigtarmeistarann innan skamms, hvort sem það verður Rose Namajunas eða Joanna Jedrzejczyk aftur. Ilir Latifi nældi sér einnig í mjög mikilvægan sigur gegn Ovince St. Preux með frábæru „guillotine“ taki sem svæfði St. Preux.

Næstu helgi fer UFC 222 fram þar sem Cyborg mætir Yana Kunitskaya í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular