spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC: Henderson vs. Thatch

Mánudagshugleiðingar eftir UFC: Henderson vs. Thatch

ben hendo thatchUm helgina fór fram UFC Fight Night: Henderson vs. Thatch í Colorado í Bandaríkjunum þar sem aðdáendur fengu að sjá magnaðan lokabardaga. Henderson og Holloway fengu góða sigra en annars var fátt um fína drætti.

Brandon Thatch var sigurstranglegri hjá veðbönkunum fyrir bardagann og margir sem bjuggust við að stærðarmunurinn á köppunum yrði of mikill enda Thatch 13 cm hærri og 11 cm munur á faðmlengdinni Thatch í vil. Eftir brösuga byrjun náði Henderson að snúa taflinu við og endaði á að sigra með uppgjafartaki í 4. lotu. Þetta var frábær bardagi og þurftu MMA aðdáendur nauðsynlega á þessu að halda eftir erfiðar undanfarnar vikur. Eftir öll lyfjaprófsmálin var ágætt að fá áminningu á það af hverju þessi íþrótt er svona skemmtileg.

Ben Henderson hefur aldrei verið neitt sérstaklega vinsæll bardagamaður. Stíllinn hans er sagður leiðinlegur og hefur Henderson haldið því fram að UFC vildi aldrei að hann væri meistari á meðan hann hélt beltinu. Hann er duglegur að berjast og er sjaldan meiddur, er ekki með neitt vesen utan búrsins og sýnir öllum virðingu í sigri eða tapi. Það að hann var tilbúinn til að taka bardaga í þyngdarflokkinum fyrir ofan gegn mun stærri andstæðingi, á hans heimavelli, með tveggja vikna fyrirdaga og hátt yfir sjávarmáli er nokkuð sem allir hljóta að geta virt.

Fyrir utan aðalbardagann var lítið um eftirtektarverð tilþrif. Max Holloway sigraði Cole Miller nokkuð sannfærandi og fær næst sinn stærsta bardaga á ferlinum þegar hann mætir Cub Swanson í apríl. Holloway hefur sigrað fimm bardaga í röð síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor en enginn af þeim andstæðingum er á topp 15 í UFC. Það verður því stórt stökk fyrir hann að mæta Swanson (fimmta sæti á styrkleikalista UFC) og verður mikil prófraun fyrir hann.

Annars er fátt sem stendur upp úr eftir bardagana. Ray Borg virðist halda áfram að bæta sig og verður gaman að sjá hversu langt þessi 21 árs strákur fer. Patrick Walsh og Dan Kelly háðu hræðilega leiðinlegan bardaga sem virtist ekki eiga heima á aðalhluta bardagakvölds UFC (jafnvel ekki í UFC). Chas Skelly sigraði Jim Alers en Alers át ólöglegt hné undir lok lotunnar rétt áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Það verður forvitnilegt að sjá hvort sigur Skelly haldi sér en Alers virtist vera vel vankaður áður en hann fékk hnéð í sig.

Næsta bardagakvöld UFC fer fram á sunnudaginn þar sem Frank Mir og Antonio ‘Big Foot’ Silva eigast við í aðalbardaganum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular