Friday, June 14, 2024
spot_img
HomeErlentMark Coleman bjargar foreldrum sínum úr brennandi húsi

Mark Coleman bjargar foreldrum sínum úr brennandi húsi

Fyrrverandi UFC þungavigtarmeistarinn Mark Coleman liggur á sjúkrahúsi með reykeitrun eftir að hafa bjargað foreldrum sínum úr brennandi húsi þeirra sl. miðvikudag í Toledo, Ohio. Hann lá þungt haldinn á spítala í Ohio en er kominn til meðvitundar og á batavegi. Hann segir sjálfur að honum finnist hann vera heppnasti maður í heimi en útlitið var svart á tímabili.

Hann segir að þegar hann opnaði hurðina inn til foreldra sinna fann hann strax að hann gat ekki andað, ástandið var “nú þegar hræðilegt”. Honum tókst að bera báða foreldra sína útúr húsinu sem hlutu minniháttar áverka en hann fór aftur inn og missti meðvitund við að reyna bjarga fjölskylduhundinum Hammer.

Dætur hans, Kenzie og Morgan, hafa sett upp styrktarreikning í gegnum gofundme.com og má finna hlekkinn hér að neðan.

Mark Coleman er álitinn einn af frumkvöðlum blandaðra bardagalista en hann varð allra fyrsti þungavigtarmeistari UFC árið 1997. Hann vann NCAA Division 1 glímu titil fyrir Ohio State árið 1988, keppti á Olympíuleikunum 1992 og var innleiddur í UFC “hall of fame” 2008.

https://www.gofundme.com/f/ufc-legend-mark-coleman-battling-for-his-life
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular