Monday, September 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMason Jones semur við UFC

Mason Jones semur við UFC

Mason Jones sem áður var meistari í tveimur þyngdarflokkum hjá Cage Warriors hefur nú skrifað undir hjá UFC.

UFC heldur áfram að sanka að sér hæfileikaríkustu bardagamönnum bresku bardagasamtakanna Cage Warriors. Menn eins og Conor McGregor, Michael Bisping, Dan Hardy Jack Hermansson og Nathaniel Wood unnu sig upp metorðastigann hjá Cage Warriors áður en þeir fluttu sig svo yfir til UFC.

Sagan heldur áfram að endurtaka sig og nú hefur Mason Jones skrifað undir fjögurra bardaga samning við UFC. Þetta staðfesti kappinn sjálfur með færslu á Instagramsíðu sinni.

Við myndina skrifaði Jones: „Föstudaginn 9. október skrifaði ég undir fjögurra bardaga samning við UFC, stærstu og bestu bardagasamtök heims. Augnablik þar sem draumar verða að veruleika.“

https://www.instagram.com/p/CGfaq6rHLeA/?utm_source=ig_embed

Þessi velska vonarstjarna hefur farið í gegnum sína fyrstu tíu bardaga í MMA án þess að að tapa. Hann varð á dögunum tvöfaldur meistari í Cage Warriors þegar hann rotaði Adam Proctor í fyrstu lotu í bardaga um veltivigtarbeltið. Áður hafði Jones hneppt léttvigtarbeltið er hann rotaði Joe McColgan einnig í fyrstu lotu.

Jones hefur klárað sjö af tíu sigrum sínum og það gegn góðum andstæðingum. Sameiginlegt bardagaskor andstæðinga hans er 77-31. Það verður því spennandi að sjá hvað hann gerir í UFC.

Á þessum tímapunkti er enn óljóst í hvaða þyngdarflokki Jones ætlar að reyna fyrir sér í UFC en hann á bardaga að baki bæði í léttvigt og veltivigt.

https://twitter.com/MasonJones1995/status/1318166549484785666?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1318166549484785666%7Ctwgr%5Eshare_3%2Ccontainerclick_1&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.mmafighting.com%2F2020%2F10%2F19%2F21521990%2Ftwo-division-cage-warriors-champion-mason-jones-signs-with-ufc
spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular