spot_img
Sunday, October 6, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJavier Mendez: Þetta á eftir að vera mjög erfitt fyrir Gaethje

Javier Mendez: Þetta á eftir að vera mjög erfitt fyrir Gaethje

Javier Mendez, þjálfari Khabib Nurmagomedov, er vel meðvitaður um þær frásagnir sem eru á kreiki um að Khabib gæti átt í vandræðum með glímugetu Justin Gaethje. Mendez hefur fulla trú á sínum manni.

Javier Mendez sem er yfirþjálfari AKA (American Kickboxing Academy) sér og heyrir fréttamenn jafnt sem aðdáendur skvaldra um að Justin Gaethje sé líklega lang erfiðasta áskorun sem Khabib hafi mætt á ferlinum. Margir telja að Gaethje sé með bestu felluvörnina í léttvigtinni og það eigi eftir að valda Khabib töluverðum vandræðum þegar þeir tveir mætast á UFC 254 núna á laugardaginn í Abu Dhabi.

Í viðtali við MMA Junkie sagði Mendez að glímugeta Gaethje sé eitthvað sem verði að hafa hugfast og bera virðingu fyrir sérstaklega í ljósi þess að Gaethje hefur bara verið tekinn niður tvisvar sinnum á UFC ferlinum. Gaethje var á sínum tíma á topp 8 á landsvísu í efstu deild í NCAA háskólaglímunni og hefur undanfarið æft með veltivigtarmeistaranum Kamaru Usman. Þrátt fyrir alla burði er Mendez á því máli að ómögulegt sé fyrir Gaethje að undirbúa sig fyrir glímuna og pressuna sem Khabib býr yfir.

„Ég veit hann hefur verið að æfa með veltivigtarmeistaranum svo hann er með mjög góðan mann með sér í undirbúningnum en það er bara allt öðruvísi þegar þú ert að slást við Khabib,“ sagði Mendez í viðtalinu.

Mendez viðurkennir að það sé svolítil óvissa og ringulreið sem umlykur Gaethje því hann hefur aldrei áður mætt bardagamanni sem vill bara glíma. Þó að óvissa geti oft verið mönnum í hag telur Mendez að líkurnar séu með Nurmagomedov í þessum bardaga:

„Sko málið með Justin, hvenær hefur hann notað glímuna sína?“ spyr Mendez í viðtalinu og hélt svo áfram: „Ég hef aldrei séð glímuna hans, ég hef bara séð hana þegar hann notar hana til að standa upp. Við þurfum bara að sjá hvað gerist. Ef við getum ekki náð honum [Geathje] niður þá erum við sko með bardaga. En ef við náum honum niður erum við í engum vandræðum af því ég hef aldrei séð hann [Geathje] gera neitt á gólfinu. Ef þú ert ekkert að vinna með glímuna þína í bardögum þá verður þetta mjög erfitt fyrir þig ef þú ætlar að byrja á því í svona stórum bardaga gegn Khabib sem er meistari í gólfinu. Þetta á eftir að vera mjög erfitt fyrir hann [Gaethje]“.

Þegar öllu er á botninn hvolft er Mendez handviss um að léttvigtarmeistarinn geti tekið bráðabirgðarmeistarann niður í gólfið og er að sama skapi á þeirri skoðun að hann geti tekið hvaða bardagamann sem er niður:

„Hann [Gaethje] segir að það sé erfitt að taka sig niður, svo sjáum bara hvað gerist. Ég held að það eigi ekki eftir að vera jafn erfitt og hann heldur, en það gæti vel verið að það sé smá snúið að ná honum niður. En ég held að það verði ekki svo mikið mál, Khabib er meistari í að koma bardögum í gólfið. Sko ef þú ert Ólympíufari í glímu og ert að keppa í MMA þá mun hann [Khabib] ná þér niður, svo einfalt er það. Hann er meistarinn í þessu og veit hvernig á að skjóta eða loka fjarlægð með höggum, hann kann þetta. Hann er öðruvísi en allir,“ sagði Mendez að lokum.

Hingað til hefur Justin Gaethje ekkert notað glímu sína í UFC svo það verður áhugavert að sjá hvort það rætist úr þessum orðum Javier Mendez.

spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular