Einn besti bardagamaður Evrópu hefur samið við UFC. Mateusz Gamrot berst sinn fyrsta bardaga í UFC síðar í október.
Mateusz Gamrot (17-0) er á leið í UFC ef marka má frétt MMA Junkie. Gamrot er 29 ára gamall og hefur lengst af barist hjá KSW í Póllandi. Gamrot var ríkjandi meistari bæði í léttvigt og fjaðurvigt KSW en hefur nú látið beltin af hendi.
Gamrot mætir Magomed Mustafaev (15-3) á UFC bardagakvöldinu þann 17. október. Það verður spennandi að sjá hvernig honum mun vegna í UFC en Gamrot verður í léttvigt í UFC.
Well that was quick! Very excited to see this. We’ve been waiting a very long time for it. https://t.co/jKcetrcJ2A
— Peter Carroll (@PetesyCarroll) September 17, 2020