Monday, May 27, 2024
HomeErlentDaniel Cormier var með kórónuveiruna fyrir bardagann gegn Stipe Miocic

Daniel Cormier var með kórónuveiruna fyrir bardagann gegn Stipe Miocic

Daniel Cormier tapaði fyrir Stipe Miocic í lokabardaga sínum í haust. Þungar og erfiðar æfingar voru ekki það eina sem Daniel Cormier þurfti að koma sér í gegnum í undirbúningi sínum fyrir trílógíu bardagann um þungavigtarbeltið.

Fyrrum UFC þungarvigtar- og léttþungarvigtarmeistarinn sagði frá því í viðtali við Yahoo! Sports á þriðjudaginn að hann hefði greinst með Covid-19 í miðjum æfingabúðum er hann var að gera sig klárann fyrir að mæta Stipe Miocic á UFC 252. Bardaginn, sem Cormier tapaði eftir einróma dómaraákvörðun, fór fram þann 15. ágúst en Cormier greindist með veiruna um miðjan júlí eins og MMA Junkie greinir frá.

Einn af æfingafélögum Cormier hjá AKA (American Kickboxing Academy) greindist með kórónuveiruna í byrjun júlí og fóru því Cormier og aðrir liðsfélagar hans hjá AKA rakleiðis í sýnatökur til þess að ganga úr skugga um að þeir hefðu sloppið við sýkingu eða ekki. Niðurstöðurnar úr sýnatökunum gáfu til kynna að ekki hefðu fleiri en þessi eini liðsmaður AKA smitast. Hins vegar kom það á daginn að þann 8. júlí byrjaði Cormier að finna fyrir einkennum og í vikunni í kjölfarið fór hann aftur í sýnatöku og leiddu þær niðurstöður í ljós að hann hefði smitast.

 „Þetta er enginn afsökun,“ sagði Cormier í viðtalinu „Miocic vann þennan bardaga, hann barðist vel, þetta er í raun bara þakkarsending til Oura fyrir að leyfa mér að komast alla leið í bardagann sjálfan. Ég hefði alveg getað haldið áfram æfingum og harkað að mér, og kannski aldrei komist að því að ég hefði smitast. En sem betur fer gat ég hlúið almennilega að heilsunni og komið mér í bardagann um þungavigtarbeltið. Án hringsins held ég að það hefði aldrei verið möguleiki.“

Cormier segir í viðtalinu að hann hafi fyrst farið að taka eftir því að eitthvað væri að vegna þess hann bar svokallaðan Oura hring, sem er snjalltæki sem mælir og greinir heilsu íþróttafólks. Cormier þakkaði svo Oura Health hringnum fyrir að senda sér viðvörun um að ekki væri allt með feldu sem síðan varð til þess að hann fór og hitti lækni sem veitti honum viðeigandi aðstoð við veikindum sínum.

UFC mun á næstu misserum tilkynna samstarf við Oura Health, fyrirtækið á bakvið hringinn sem DC talar um í viðtalinu. UFC hefur nú þegar látið 65 af bardagamönnum sínum fá Oura hring í té.

Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular