Saturday, April 20, 2024
HomeErlentTony Ferguson: Borgaðu manninum Dana!

Tony Ferguson: Borgaðu manninum Dana!

Því miður viðrist sem svo að bardaginn milli Tony Ferguson og Dustin Poirier sem átti að fara fram í október hafi fallið niður.

Háværar sögusagnir voru á kreiki um að samningsviðræður væru langt komnar og stefndi allt í Ferguson og Porier myndu mætast þann 24. október á UFC 254. Á sama kvöldi og beltin tvö í léttvigtinni verða sameinuð þegar Khabib Nurmagomedov mætir Justin Gaethje. Bardagi milli Tony Ferguon og Dustin Poirier myndi svo sannarlega krydda bardagakvöldið.

Í síðustu viku tilkynnti Poirier að bardaginn gegn Ferguson væri ekki lengur inn í myndinni hjá sér eftir að samningsviðræður við UFC sigldu í strand. Dana White staðfesti svo þessar fregnir síðastliðinn sunnudag á fréttamannafundi eftir UFC Vegas 10 þar sem hann sagði frá því að UFC væri að vinna hörðum höndum að því að finna Ferguson nýjan andstæðing.

Sama hvernig hlutirnir þróast er óhætt að reikna með því Tony Ferguson muni slást þann 24. október, en við hvern er enn stóra spurningin.

Eftir að fréttir fóru að berast um mögulegan bardaga milli Poirier og Ferguson fengu margir vatn í munninn við tilhugsunina enda stórkostleg pörun og bardagi sem hefði mikið að segja um framgang og framtíð léttvigtarinnar.

Svo  virðist sem „El Cucuy“ taki fátt annað í mál en að fá bardagann gegn Poirier og hefur hann sjálfur kallað eftir því á Twitter að UFC rífi upp ávísunarheftið og borgi Poirier almennilega svo bardaginn geti orðið að veruleika.

Ekki leið að löngu þar til Poirier svaraði Tony með sinni eigin færslu. Bersýnilega eru báðir aðilar allir að vilja gerðir að mætast í búrinu í október. Því miður virðist málið stoppa einhvers staðar milli Poirier og UFC.

MMA Fighting greinir frá því að þrátt fyrir að Dana White hafi verið haldinn mjög djúpri sannfæringu um að bardaginn fari ekki fram sé eftirvæntingin fyrir bardaganum einfaldlega svo mikil að hugsanlegt þykir að hægt sé að kalla alla aftur að samningaborðinu.

Ferguson tapaði síðast fyrir Justin Gaethje í maí síðastliðnum í bardaga upp á bráðabirgðabeltið í léttvigtinni á meðan Poirier sigraði Dan Hooker eftir einróma dómaraákvörðun í júní.

Eins og staðan er núna þykir Dan Hooker líklegastur til að koma í stað Poirier og mæta Ferguson. Hann hefur áður lýst yfir áhuga sínum á að mæta Ferguson og hefur upp á síðkastið ekki farið í felur með það að hann sé tilbúinn að leysa Porier af hólmi á UFC 254.

Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular