Thursday, April 25, 2024
HomeForsíðaUppáhalds bardagar Steinda Jr.

Uppáhalds bardagar Steinda Jr.

Steindi Jr.
Mynd: Twitter.

Steindi Jr. mætti í Tappvarpið á dögunum. Þar fór hann yfir sína uppáhalds MMA bardaga.

Steindi Jr. fylgist vel með MMA og var erfitt fyrir hann að velja sína uppáhalds bardaga. „Það eru nátturulega ógeðslega margir góðir bardagar. Ég á eftir að vera ósammála þessum lista strax á eftir. Þeir eru svo margir. En akkúrat núna langar mig svolítið að henda í basics.“

Hér eru uppáhalds bardagarnir hans Steinda í engri sérstakri röð.

Jon Jones gegn Alexander Gustafsson (UFC 165)

Ég er ekkert viss ennþá að Jones hafi unnið þennan bardaga. Ég er alveg einn af þeim. Mér fannst þetta bara vera algjörlega jafn bardagi. Þetta var bara svo sturlað. Þetta var Jon Jones og það hafði enginn einhvern veginn verið að toucha hann og allt í einu bara !

Gustafsson, ég vorkenni honum alltaf smá. Það segja það allir sem hafa keppt við hann, Cormier sagði þetta og Jones líka opinberlega að Gustafsson hafi verið eini gæjinn sem hefur náð að pusha þá the extra mile. ‘Þetta er erfiðasti bardagi sem ég hef barist’ og það segja þetta allir sem mæta honum.

Nate Diaz Conor McGregor

Conor McGregor gegn Nate Diaz 2 (UFC 202)

Maður dýrkar marga UFC bardagamenn. Það er eitthvað við Conor sem lætur mann halda með honum. Hjartað slær hraðar þegar Conor er að berjast og ég get ekkert útskýrt af hverju. Tony Ferguson er líka svona hjá mér. Þegar hann er að berjast þá er manni ekki alveg sama. Það er helvíti merkilegt og Diaz er líka þar. Þessi bardagi var gjörsamlega sturlaður. Allt við hann, að hann hafi komið til baka og náð að vinna, þetta var bara geggjað.

Robbie Lawler gegn Rory MacDonald 2 (UFC 189)

Þetta var rosalegur bardagi. Þetta er svona moment þegar kemur vottur að fólki ofbjóði smá, það var alveg þarna í lokin. Þegar maður sá vörina á Lawler, hún var bara farin af honum og maður sér hjartað er þarna ennþá hjá Rory en hann er bara nefbrotinn og ég hef ekki nefbrotað en miðað við lýsingar er það hræðilegt. Maður sér bara að hann getur ekki meir. Hann vill ekki hætta en hann getur bara ekki barist meira. Ég á smá erfitt með svona bardaga. Það eru sumir bardagar, svona bardagar þeir taka bara mörg ár af gæjunum.

Ben Askren gegn Robbie Lawler (UFC 235)

Að mörgu leiti alveg óþolandi bardagi. Menn geta rifist um hvort Robbie Lawler hafi dottið út þarna í nokkrar sekúndur eða ekki en það skiptir ekki öllu. Ég var þarna, ég hef farið nokkrum sinnum á UFC og þetta var í Vegas, biluð stemning. Ég er búinn að fylgjast með Ben Askren aðeins lengur en margir. Ég vissi af honum og hef haft gaman af honum. Með krullur og dadbod og kom ógeðslega ferskur í UFC. Hann var að roasta alla, fyndinn og skemmtilegur. Ég er eflaust með betra standup en hann, en hann er bara skemmtilegur. Hann er bara geðveikur wrestler.

Ég var þarna live. Ég hélt að það væri bara búið að rota hann. Momentið þegar hann þraukaði þetta ground and pound og þegar hann tekur hann og horfir upp í crowdið, ég er ekki að djóka í þér en hann horfði á mig! Hann horfði í áttina til mín, ég horfi bara í andlitið á honum. Hann er bara með Lawler, hann var ekki að fara neitt. Það var bara sturlað!

Gerard Gordeau gegn Teila Tuli (UFC 1)

Þessi er ennþá furðulegri. Þetta var bara einhver hvítur karate gaur sem var ber að ofan en ekki í formi, var að keppa á móti súmóglímugæja. Rosalegur bardagi, var svona 18 sekúndur. Súmóglímugæjinn sprettar að honum og hann nær bara að gera eitthvað, sparka og ýta. Súmógæjinn dettur niður, hann sparkar úr honum tönn og kýlir hann bara einu sinni í face-ið og that’s it! Brýtur á sér höndina í leiðinni. Þetta var það fyrsti bardaginn sem ég sé. HOLY SHIT! Ég er með 3 spólur af þessu sem ég leigði í Heimavideo. Ég ætla að hafa hann á listanum í dag.

Hlusta má á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular