spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMax Holloway: Gæti barist 10 sinnum í röð við Jose Aldo

Max Holloway: Gæti barist 10 sinnum í röð við Jose Aldo

Max Holloway segist aldrei eiga í erfiðleikum með hvatningu eða áhugahvöt sína fyrir bardaga. Hann gæti barist við Jose Aldo tíu sinnum í röð en aldrei vantað áhugann.

Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway mætir fyrrum fjaðurvigtarmeistaranum Jose Aldo á UFC 218 nú í desember. Upphaflega átti hann að mæta Frankie Edgar áður en Edgar meiddist og kemur Jose Aldo í hans stað.

Stutt er síðan Jose Aldo tapaði fyrir Holloway en nú segir Aldo að hann sé annar maður í dag. „Þetta verður öðruvísi núna þar sem núna finn ég fyrir mun meiri hvatningu (e. motivation). Ég hef æft mjög vel núna, er mjög einbeittur og tel að bardaginn fari öðruvísi í þetta sinn,“ sagði Aldo við blaðamenn í gegnum túlk.

Holloway er hissa á orðum Aldo. Fyrri bardagi þeirra fór fram í Ríó de Janeiro, heimaborg Jose Aldo, fyrir framan 15 þúsund áhorfendur.

„Hann talar um áhugahvöt. Ég skil ekki þegar fólk talar um hvatningu. Þessi gæji var að berjast í sínum heimabæ sem ríkjandi meistari en núna segist hann finna fyrir mun meiri hvatningu. Er ekki nóg að berjast fyrir landið þitt, fyrir framan fólkið þitt og upp á titilinn? Hvað er í gangi?“ spyr Holloway.

„Ég er einbeittur. Beltið er frábært en veistu hvað kemur með beltinu? Hærri útborgun, hluti af sjónvarpssölunni og fullt af hlutum. Belti er bara belti og bardagi er bara bardagi. Ég vil ekki verða flengdur í búrinu, fyrir framan milljónir manna sem horfa á þetta. Ég gæti barist við Aldo tíu sinnum í röð og áhugahvötin mun verða til staðar. Þannig er ég.“

Þeir Max Holloway og Jose Aldo mætast í aðalbardaga kvöldsins en UFC 218 fer fram þann 2. desember.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular