spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMayhem Miller heldur áfram að vera í ruglinu

Mayhem Miller heldur áfram að vera í ruglinu

Jason "Mayhem" Miller heldur áfram að vera til vandræða
Jason ‘Mayhem’ Miller heldur áfram að vera til vandræða

Jason ‘Mayhem’ Miller er ennþá í bullinu og kom það bersýnilega í ljós í dag. Miller mætti þá 11 kg of þungur í vigtun í dag.

Miller átti að mæta fyrrum UFC bardagamanninum Luke Barnatt um millivigtartitil Venator FC á Ítalíu. Í vigtuninni í dag var Miller 209 pund eða 24 pundum yfir millivigtartakmarkinu! Miller var í rauninni í þungavigt.

Af einhverjum ástæðum ákvað Mayhem Miller að fara úr stuttbuxunum fyrir seinni vigtunina. Hélt hann að stuttbuxurnar væru 11 kg?

Barnett var boðið að fá 30% af launum Miller og 5.000 evru bónus til að berjast við Miller. Barnett hafnaði hins vegar boðinu og fær nýjan andstæðing í aðalbardaga kvöldsins. Barnett mun mæta Stefan Croitoru sem átti að berjast annan millivigtarbardaga sama kvöld.

Miller mun líka fá bardaga en sá fer fram í léttþungavigt. Miller má þó ekki vera meira en 207 pund kl 8 í fyrramálið.

Stöðug vandræði

Sagan segir þó að Miller hafi ekki einu sinni reynt að skera niður fyrir bardagann þar sem hann bjóst ekki við að vera hleypt úr landinu. Það ætti svo sem ekki að koma á óvart miðað við vandræðin sem hann hefur komið sér í.

Í mars á þessu ári var hann handtekinn fyrir að veggjakrot á tattústofu. Miller hefur áður verið handtekinn fyrir ölvunarakstur, heimilisofbeldi og svo réðst hann á lögreglumann í fyrra. Í október 2014 læsti hann sig innandyra í húsi sínu þegar lögreglan reyndi að handtaka hann og þurfti sérsveitin að mæta á svæðið. Miller lýsti atburðarrásinni á Twitter.

Í ágúst 2014 fannst Miller nakinn í kirkju sem hann hafði skemmt innandyra. Þá vakti framkoma hans í The MMA Hour í október 2012 mikla athygli. Þar lét hann illum látum og gekk að lokum úr viðtalinu.

Það er öllum ljóst að Miller er ekki heill á geði. Ætti ekki einhver að koma í veg fyrir að svona maður berjist? Má einhver (eins og Venator FC) græða á þekktum bardagamanni sem á augljóslega við andleg vandamál að stríða? Eða er Miller kannski í peningavandræðum eftir öll vandræðin sem hann hefur komið sér í og MMA er eina leiðin fyrir hann til að næla sér í pening?

Miller þarf á hjálp að halda. Hann hefur sýnt að hann getur verið þrælskemmtilegur eins og þegar hann var í Bully Beatdown þáttunum á MTV. Þá virtist hann vera góður þjálfari í TUF er hann þjálfaði andspænis Michael Bisping. Eftir allt sem hann hefur gert á undanförnum árum er erfitt fyrir hann að komast í slíka stöðu aftur.

Er ekki einhver, þjálfarar og vinir, sem geta hjálpað honum og komið í veg fyrir að hann berjist? Það er sorglegt að sjá Miller komast í fjölmiðla á röngum forsendum aftur og aftur. Vonandi mun honum heilsast vel einn daginn.

Þess má geta að Rousimar Palhares berst á morgun í Venator en Palhares þrátt fyrir að hafa fengið tveggja ára keppnisbann seint í fyrra. Venator FC er skítsama greinilega.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular