spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMeira að segja Ronaldo er óánægður með Reebok samninginn

Meira að segja Ronaldo er óánægður með Reebok samninginn

Anderson-Silva-Ronaldo-boxingÍþróttamarkaðsstofan 9ine hefur slitið öllum tengslum sínum við UFC vegna Reebok samningsins. 9ine er í eigu goðsagnarkennda knattspyrnumannsins Ronaldo sem segir Reebok samninginn vera ósanngjarnan.

9ine var í samstarfi við UFC stjörnurnar Anderson Silva, Vitor Belfort og Junior dos Santos. Markaðsstofan hefur slitið samstarfi sínu við UFC vegna Reebok samningsins en þetta kemur fram í yfirlýsingu stofunnar.

Í yfirlýsingunni segir að 9ine slíti öllum tengslum við UFC, bæði við bardagamenn þeirra og alla viðburði UFC. 9ine telur að Reebok samningurinn skaði bardagamenn UFC og þau fyrirtæki sem hafa átt farsælt samstarf við UFC í mörg ár.

Markaðsstofan var ein af þeim fyrstu til að vinna með UFC en 9ine byggði upp ímynd bardagamanna á borð við Anderson Silva, Junior dos Santos og nýlega Vitor Belfort í samstarfi við UFC. Forseti 9ine, fyrrum knattspyrnumaðurinn Ronaldo, telur núverandi Reebok samning vera ósanngjarn gagnvart íþróttamönnunum og kýs því að vinna ekki lengur með UFC.

9ine þykir stór markaðsstofa í Brasilíu og því eru þetta stórar fréttir þar í landi. Auk þess er Ronaldo í guðatölu í landinu og er þetta því slæm auglýsing fyrir bardagasamtökin í Brasilíu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular