Merab Dvalishvili mætti ansi vel upplagður í viðureignina gegn Sean O’Malley og setti upp hálfgerða glímu- og þreksýningu fyrir UFC-aðdáendur. Sigurinn og uppleggið minnti á viðureignina hennar Shevchenko en það kom svo sem ekki mjög mikið á óvart. Merab vann bardagann á einróma dómaraákvörðun en næstur í röðinni gegn Merab verður líklega Umar Nurmagomedov.
Merab byrjaði bardagann á því að rífast við Tim Welch, þjálfara Sean O’Malley, fyrir Excessive en Merab vildi líklega meina að Tim væri að gefa ráð til sín en ekki einungis til Sean. Þetta varð til þess að Merab varð öskuillur út í Tim og Hearb Dean þurfti að stöðva bardagann til að skamma Merab.
Bardaginn hélt áfram að vera hinn furðulegasti. Önnur lotan endaði á því að Merab var með Sean í front headlock og þegar um 5 sekúndur voru eftir af lotunni byrjaði Merab að kyssa Sean. Hearb Dean sagði honum að hætta því samstundis og stóð þá Merab upp og sleppti Sean O’Malley. En þá voru þrjár sekúndur eftir.
Merab byrjaði bardagann mjög sterkt og sló tóninn með glímunni sinni. Sean þurfti þá eðlilega að vinna sig inn í bardagann og reyna að fá Merab til að bera virðingu fyrir höggunum en með tímanum varð Sean hræddari við glímuna en Merab var við höggin.
Merab var þó nálægt því að missa sigurinn úr greipum sér þegar Sean lenti svakalega flottu framsparki beint í magann á Merab sem leit stuttu seinna á klukkuna og vildi sjáanlega losna úr búrinu sem fyrst.