spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMichael Bisping býst ennþá við að berjast við GSP næst

Michael Bisping býst ennþá við að berjast við GSP næst

Michael Bisping er ekki enn búinn að gefast upp á bardaganum við Georges St. Pierre. Í nýjasta hlaðvarpi sínu segir hann að enginn frá UFC hafi talað við sig og er Georges St. Pierre enn á dagskrá hjá honum.

Í síðustu viku greindi Dana White, forseti UFC, frá því að komandi bardagi Michael Bisping og Georges St. Pierre (GSP) um millivigtartitilinn væri ekki lengur á dagskrá. UFC tilkynnti bardagann í mars en bardagasamtökin hafa hætt við þau plön samkvæmt Dana White.

Michael Bisping er með vikulegt hlaðvarp sem kallast Believe You Me en í nýjasta þættinum fór hann yfir stöðu mála. Enginn frá UFC hefur talað við hann um næstu skref.

„Þetta eru fréttir fyrir mig því ég hef ekki heyrt neitt, hvorki frá UFC né Dana Whie. Ég talaði við Georges og hann hafði ekki heyrt neitt heldur,“ sagði Bisping.

Í síðustu viku greindi Georges St. Pierre frá því að hann væri ekki tilbúinn fyrir Bisping fyrr en í nóvember. Aðdáendur voru gríðarlega óánægðir með þær fregnir enda biðin eftir þessum bardaga alltof löng.

„Ég hef ekki heyrt neitt og Georges vonast ennþá eftir að fá bardagann og ég líka. Mér var boðið að taka bardagann tvisvar. Mér var boðið að berjast við Georges í október í fyrra en það varð ekkert úr því. Mér var aftur boðið að taka bardagann í janúar eða febrúar og það varð að veruleika enda héldum við blaðamannafund í Las Vegas, tókumst í hendur og vorum með skítast. Ég hef kannski ekki fengið samninginn en það er ennþá planið. Ég fékk tilboð sem ég samþykkti og mér finnst að við ættum að halda okkur við það þar sem samningar náðust.“

Dana White greindi einnig frá því að Yoel Romero muni fá næsta titilbardaga í millivigtinni eins og upphaflega var planað. UFC vonast eftir að bardaginn geti farið fram í sumar en Bisping segist ekki geta barist fljótlega.

„Þetta er lán í óláni þar sem ég mun ekki geta barist á næstunni. Ég get ekki æft. Ég er ennþá í vandræðum með hnéð á mér og er ekki að verða betri. Til að gera langa sögu stutta get ég ekki barist á næstunni. Þess vegna er þessi atburðarás fullkomin fyrir mig.“

Aðrir bardagamenn í millivigtinni á borð við Luke Rockhold, Yoel Romero, Gegard Mousasi, Ronaldo ‘Jacare’ Souza og Robert Whittaker hafa lýst yfir óánægju sinni með bardaga Bisping gegn Georges St. Pierre og hefur Bisping samúð með þeim að vissu leyti.

„Rockhold getur ekkert sagt en sumir geta það ef ég á að vera hreinskilinn. Yoel hefur verið lengi nálægt titilbardaga, ég skil það. Robert Whittaker er þarna og Gegard líka en ég er með bókaðan bardaga og þangað til ég heyri eitthvað annað frá UFC býst ég við að mæta GSP.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular