Millivigtarmeistarinn Michael Bisping var í settinu í gær á Fox Sports þegar UFC 214 fór fram í gær. Þar hraunaði hann yfir mögulegan bardaga Tyron Woodley og Georges St. Pierre.
Tyron Woodley sigraði Demian Maia í gær og var bardaginn ekki mikið fyrir augað. Talið var líklegt að Woodley myndi mæta Georges St. Pierre (GSP) eftir sigurinn í gær og sat Bisping ekki á sínum skoðunum þegar kom að þeim bardaga.
Welp. @bisping addresses the possibility of a GSP/Woodley fight vs. him fighting GSP. Comedy ensues. #UFC214 https://t.co/XN06d2Sbtm
— FOX Sports: UFC (@UFCONFOX) July 30, 2017
Síðar í gær lét Dana White, forseti UFC, hafa eftir sér að Woodley myndi ekki mæta GSP næst. GSP mun þess í stað mæta millivigtarmeistaranum Michael Bisping en líklegast fer bardaginn fram í nóvember í Madison Square Garden.