spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Dan Henderson mætir Michael Bisping

Dana White: Dan Henderson mætir Michael Bisping

michael bispingAllt bendir til þess að millivigtarmeistarinn Michael Bisping muni mæta Dan Henderson í fyrstu titilvörn sinni. Þetta sagði Dana White í gær eftir UFC 200.

Michael Bisping vann millivigtarbeltið af Luke Rockhold í júní. Bisping rotaði Rockhold í 1. lotu og var sigurinn gríðarlega óvæntur.

Forseti UFC, Dana White, sagði í gær að fyrsta titilvörn Bisping verði gegn Dan Henderson. „Við ætlum að gera Dan Henderson vs. Michael Bisping 2. Það er bardaginn sem meistarinn vill. Það er bardagi sem aðdáendur vilja sjá. Hugsanlega mun bardaginn fara fram í Manchester, Englandi. Ekkert hefur þó verið undirritað ennþá,“ sagði White eftir UFC 200 í gær.

Þetta er bardagi sem er fáranlegur með tilliti til styrkleikalista. Dan Henderson er í 13. sæti styrkleikalistans og með tvo sigra og tvö töp síðan hann fór aftur í millivigt. Henderson er þó ábyrgur fyrir versta tapi Bisping og vill nýji meistarinn hefna fyrir það tap.

henderson-bisping

Yoel Romero, Luke Rockhold, Chris Weidman og Jacare Souza verða allir því að bíða eftir að náunginn í 13. sæti styrkleikalistans berjist við meistarann. Dan Henderson er 45 ára gamall og rotaði Hector Lombard í sínum síðasta bardaga.

Bisping bjó lengi vel í Manchester og verður því á heimavelli í sinni fyrstu titilvörn. Ekki er vitað hvenær bardaginn fari fram en líklegast á haustmánuðum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Þetta er náttúrulega fáránlegt að Hendo fái þennan titilbardaga af því að hann rotaði manninn með beltið árið 2009. Bisping að tala um að hann vilji fá að hefna fyrir tapið gegn Hendo en hann hefur haft 7 ár til þess að fá annan bardaga en núna liggur honum allt í einu á.
    Það eru svona ákvarðanir hjá UFC sem draga verulega úr virði beltana og gera þau hálf tilgangslaus.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular