Friday, March 29, 2024
HomeErlentUFC hefur verið selt

UFC hefur verið selt

Frank Fertitta, Dana White og Lorenzo Fertitta.
Frank Fertitta, Dana White og Lorenzo Fertitta.

Salan á UFC hefur verið kláruð. UFC hefur verið selt á 4 milljarða dollara en formleg tilkynning mun koma síðar í dag.

KLAS-TV hefur heimildir fyrir því að samningar hafi verið undirritaðir í gærkvöldi í Las Vegas. Kaupendur eru International Management Group, MSD og umboðsskrifstofan William Morris Endeavor. Fjárfestingarfyrirtækið KKR er einnig viðloðið söluna.

Lorenzo Fertitta mun stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri eftir ákveðið breytingaskeið og munu hann og bróðir hans, Frank Fertitta, eiga lítinn hlut í UFC. Dana White, forseti UFC, mun starfa áfram sem forseti og mun einnig fá lítinn hlut. Fertitta bræðurnir keyptu UFC á 2 milljónir dollara árið 2001.

Þetta eru gríðarlega háar upphæðir en til að setja þetta í samhengi var Star Wars selt Disney einnig fyrir 4 milljarða dollara. Knattspyrnuliðið Manchester United var selt Glazer fjölskyldunni á 1,5 milljarð dollara árið 2006. UFC salan er sögð vera stærsta sala í sögu íþrótta.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular