Fyrsta titilvörn Michael Bisping verður sennilega gegn Dan Henderson. Nú virðist sem bardaginn verði aðalbardaginn á UFC 204 í Manchester.
Þó UFC hafi ekki enn staðfest hvar bardaginn fari fram bendir allt til þess að hann fari fram í Manchester þann 8. október.
Brasilíski miðillinn Combate staðfesti nýlega að Vitor Belfort muni mæta Gegard Mousasi. Í frétt þeirra segir vefurinn að bardaginn muni fara fram í Manchester á UFC 204 þann 8. október. Reikna má með að sá bardagi verði hugsanlega næstsíðasti bardagi kvöldsins.
Millivigtarmeistarinn Michael Bisping á rætur að rekja til Manchester. Ef UFC er að heimsækja Manchester verður það að teljast ansi líklegt að Bisping verði í aðalbardaganum. Hann gæti því verið á heimavelli í sinni fyrstu titilvörn.
Þó UFC 204 verði haldið í Englandi má búast við að bardagarnir fari fram seint um kvöld til að ná til bandarískra sjónvarpsáhorfenda. Ekkert hefur þó verið staðfest af hálfu UFC en flest bendir til að bardagakvöldið fari fram í Manchester.
spái því að Gunni Nelson verði þarna líka