spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMichael Bisping og Dan Henderson mætast líklegast í Manchester í október á...

Michael Bisping og Dan Henderson mætast líklegast í Manchester í október á UFC 204

michael bispingFyrsta titilvörn Michael Bisping verður sennilega gegn Dan Henderson. Nú virðist sem bardaginn verði aðalbardaginn á UFC 204 í Manchester.

Þó UFC hafi ekki enn staðfest hvar bardaginn fari fram bendir allt til þess að hann fari fram í Manchester þann 8. október.

Brasilíski miðillinn Combate staðfesti nýlega að Vitor Belfort muni mæta Gegard Mousasi. Í frétt þeirra segir vefurinn að bardaginn muni fara fram í Manchester á UFC 204 þann 8. október. Reikna má með að sá bardagi verði hugsanlega næstsíðasti bardagi kvöldsins.

Millivigtarmeistarinn Michael Bisping á rætur að rekja til Manchester. Ef UFC er að heimsækja Manchester verður það að teljast ansi líklegt að Bisping verði í aðalbardaganum. Hann gæti því verið á heimavelli í sinni fyrstu titilvörn.

Þó UFC 204 verði haldið í Englandi má búast við að bardagarnir fari fram seint um kvöld til að ná til bandarískra sjónvarpsáhorfenda. Ekkert hefur þó verið staðfest af hálfu UFC en flest bendir til að bardagakvöldið fari fram í Manchester.

montagem_vitor_mousasi

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular