Friday, March 29, 2024
HomeErlentJoe Rogan framlengir við UFC - Starfar áfram í að minnsta kosti...

Joe Rogan framlengir við UFC – Starfar áfram í að minnsta kosti eitt ár

Joe Rogan
Mynd: Vivian Zink/Syfy

Lýsandinn vinsæli, Joe Rogan, mun áfram sinna starfi sínu í að minnst kosti eitt ár í viðbót í UFC. Rogan íhugaði að hætta en mun áfram starfa en þó í minna mæli.

Þetta kom fram í nýjasta þættinum í hlaðvarpi hans þar sem Jeremy Stephens var gestur. Rogan hafði áður sagt að ef UFC yrði selt myndi hann 100% hætta hjá UFC. Eins og flestir bardagaaðdáendur vita var UFC selt nýverið fyrir 4 milljarða dollara.

Dana White mun áfram starfa sem forseti UFC og sannfærði hann Rogan um að halda áfram. Rogan mun þó ekki vera á bardagakvöldum utan Bandaríkjanna þar sem hann hefur of mikið að gera.

„Þegar ég fer til Brasilíu eru það fimm dagar af lífi mínu. Og svo tekur það mig tíma að jafna mig eftir flugið og það ruglar alltaf í hausnum á mér. Ég mun vera á færri viðburðum en mun vera áfram í að minnsta kosti eitt ár,“ sagði Rogan. Samningurinn verður svo endurskoðaður ár hvert.

Rogan er með mörg járn í eldinum en auk þess að vera aðal lýsandi UFC er hann með vinsælt hlaðvarp og starfar sem uppistandari.

Brian Stann, Dan Hardy og Kenny Florian munu fylla skarð Joe Rogan á þessum bardagakvöldum utan Bandaríkjanna sem hann hefði að öllu jöfnu starfað á.

Rogan sá fyrst um sinn um að taka viðtöl baksviðs eftir bardaga en fyrsta bardagakvöldið sem hann starfaði á var UFC 12. Frá UFC 40 hefur hann starfað sem lýsandi og er hann afar vinsæll sem slíkur.

Þáttinn með Jeremy Stephens má hlusta á hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular