Eins og við greindum frá á sunnudaginn verður fyrsta titilvörn Michael Bisping gegn Dan Henderson. Ekki eru allir sáttir með þá ákvörðun en Bisping hefur þó útskýrt ákvörðun sína.
Hinn 45 ára gamli Dan Henderson mun mæta Michael Bisping í haust. Þetta sagði Dana White eftir UFC 200 um helgina. Henderson er í 13. sæti styrkleikalistans og ekki beint talinn vera hæfur áskorandi í titilinn.
Henderson sigraði Bisping á UFC 100 með svakalegu rothöggi. Rothöggið er eitt það þekktasta í sögu UFC og nú þegar Bisping er meistari vill hann hefna fyrir eitt versta tap ferilsins.
Michael Bisping on why he’s fighting Dan Henderson pic.twitter.com/jXZ1gbYkI4
— caposa (@GrabakaHitman) July 14, 2016