spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMiesha Tate lagði hanskana á hilluna á laugardaginn

Miesha Tate lagði hanskana á hilluna á laugardaginn

miesha tateFyrrum bantamvigtarmeistari kvenna, Miesha Tate, ákvað að hætta skyndilega á laugardaginn eftir tapið gegn Raquel Pennington. Hin þrítuga Tate hefur verið lengi í þessu og segir að þetta sé komið gott.

Miesha Tate tapaði nokkuð óvænt fyrir Raquel Pennington á laugardaginn á UFC 205. Tate átti fá svör við stungu Pennington og tapaði eftir dómaraákvörðun.

Eftir bardagann tilkynnti hún óvænt að þetta hefði verið hennar síðasti bardagi. Aðspurð hafði Tate ekkert hugsað um þetta fyrir bardagann og fannst henni eins og hennar tími í sportinu væri liðinn. Tate fékk ekki að tala við fjölmiðla eftir bardagann enda þurfti hún að fara upp á sjúkrahús í frekari skoðun.

Á blaðamannafundinum eftir bardagann kvaðst Dana White hafa verið hissa á ákvörðun Tate fyrst um sinn. „Þetta kom mér á óvart en þetta er skiljanlegt,“ sagði White.

„Hún neitaði að fara upp á sjúkrahús. Ég reyndi að skipa henni að fara upp á sjúkrahús en hún sagði ‘Fuck you, þú ræður ekki yfir mér lengur’ og hafði hún eitthvað til síns máls. Ég grátbað hana um að fara upp á sjúkrahús og lofaði að útvega henni annarri vinnu við eitthvað annað þannig að ég yrði ennþá yfirmaður hennar. Þannig að hún fór loksins.“

Miesha Tate er ein af goðsögnum og frumkvöðlum MMA kvenna. Hún varð bantamvigtarmeistari UFC eftir sigur á Holly Holm á UFC 196 en tapaði svo beltinu til Amöndu Nunes í sumar. Árið 2011 var hún meistari í Strikeforce en tapaði beltinu til Rondu Rousey.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular