spot_img
Friday, November 15, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMiesha Tate mætir Amanda Nunes á UFC 200

Miesha Tate mætir Amanda Nunes á UFC 200

tate nunesFyrsta titilvörn Miesha Tate fer fram á UFC 200 gegn Amöndu Nunes. Þetta var staðfest í UFC Tonight í gærkvöldi.

Bantamvigtarmeistari kvenna, Meisha Tate, tók titilinn af Holly Holm í mars með dramatískum sigri. Eftir að hafa verið undir á stigum tókst Tate að klára Holm í 5. lotu með „rear naked choke“. Sama kvöld sigraði Amanda Nunes sinn þriðja bardaga í röð með sigri á Valentinu Shevchenko.

Þetta verður annar titilbardaginn á UFC 200. Þeir Conor McGregor og Nate Diaz mætast í annað sinn í aðalbardaga kvöldsins en bardagi Tate og Nunes verður að öllum líkindum næstsíðasti bardagi kvöldsins (e. co-main event). Þá munu þeir Jose Aldo og Frankie Edgar mætast um bráðabirgðartitilinn í fjaðurvigt sama kvöld.

Dana White, forseti UFC, hafði áður gefið það út að bardagi Aldo og Edgar yrði ekki næstsíðasti bardagi kvöldsins. UFC 200 er heldur betur farið að taka á sig mynd og má gera ráð fyrir að aðalhluti bardagakvöldsins sé fullkláraður. Bardagakvöldið lítur svona út sem stendur:

Veltivigt: Conor McGregor gegn Nate Diaz
Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Miesha Tate gegn Amanda Nunes
Bráðabirgðartitill í fjaðurvigtinni: Jose Aldo gegn Frankie Edgar
Þungavigt: Cain Velasquez gegn Travis Browne
Veltivigt: Johny Hendricks gegn Kelvin Gastelum
Millivigt: Gegard Mousasi gegn Derek Brunson
Léttvigt: Diego Sanchez gegn Joe Lauzon
Léttvigt: Takenori Gomi gegn Jim Miller
Veltivigt: Sage Northcutt gegn Enrique Marin

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular