spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMike Goldberg var sár og svekktur eftir brottreksturinn

Mike Goldberg var sár og svekktur eftir brottreksturinn

Mike Goldberg var gestur í The MMA Hour með Ariel Helwani í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem Golberg tjáði sig um brottrekstur sinn frá UFC.

Mike Goldberg starfaði sem lýsandi fyrir UFC í tæpa tvo áratugi. Hann var svo kallaður „play-by-play“ lýsandi UFC og var helmingur af aðalteymi UFC ásamt Joe Rogan. Hann var rekinn í desember og var UFC 207 síðasta bardagakvöldið hans hjá UFC.

Það kom Goldberg verulega á óvart þegar hann komst að því að UFC myndi ekki endurnýja samninginn hans.

„Þetta var áfall. Ég var orðlaus og vissi ekki hvernig mér átti að lýða þar sem ég var í sjokki og hreinlega trúði þessu ekki. Ég og Joe [Rogan] höfum verið lánsamir að vera hljóðrás UFC svo lengi,“ sagði Goldberg.

Eftir að WME-IMG keypti UFC í sumar hafa fjölmargir misst starf sitt. „Ég er ekkert öðruvísi en allir hinir sem hafa verið reknir. Ég er ekki sá eini sem var látinn fara þegar nýju eigendurnir komu inn. Yfir 100 manns hafa misst störf sín og þar á meðal margir góðir vinir.“

„Ég sá allt í kringum mig mölvast. Það tók 15 ár að byggja upp þessa frábæru fjölskyldu og mér fannst eins og það tæki bara 15 mínútur að rústa því. Þetta voru erfiðir tímar og kannski eru þeir það enn. Þetta er ekki óalgengt þegar nýjir eigendur koma inn.“

Eftir að hafa starfað hjá UFC í tæp 20 ár átti hann afar góð tengsl við samstarfsmenn sína. Að hans mati var þetta orðin eins og ein stór fjölskylda og því erfitt að sjá á eftir góðum vinum. „Svona er þetta. Mikil vonbrigði og sérstaklega þar sem fjölskyldan okkar hefur verið splundruð og þess mun ég sakna mest.“

Það sem kom þó Goldberg mest á óvart voru viðbrögð Dana White, forseta UFC. Goldberg heyrði aldrei í Dana White um þessa ákvörðun UFC og hefur ekki talað við hann síðan.

„Ekkert samtal, engin samskipti, ekkert. Það kom mér á óvart. Svo sannarlega vonbrigði. Ekkert var sagt og ég þarf að lifa við það. Það sem skiptir þó mestu máli eru fjölskyldan mín og börnin mín en ég átti ekkert samtal við Dana.“

Það kom mörgum aðdáendum á óvart að Goldberg skyldi ekki hafa fengið neinn virðingarvott í lok útsendingar á UFC 207. Goldberg fékk aðeins nokkrar sekúndur til að kveðja á meðan kreditlistinn rúllaði en svo var hann farinn.

Eftir útsendinguna tók hann myndir í búrinu ásamt öðrum samstarfsmenn sem voru að kveðja. Tár voru á hvarmi og skiptust fólk á faðmlögum.

Goldberg var í fyrstu sár yfir því að hafa ekki fengið að kveðja almennilega en í dag er Goldberg sáttur með endalok UFC ferilsins. Goldberg er afar þakklátur fyrir tíma sinn hjá UFC og þann mikla stuðning sem hann hefur fengið frá aðdáendum eftir UFC 207. Hann er þó ekki hættur í sjónvarpsbransanum og er tilbúinn til að taka að sér svipuð störf hjá öðrum bardagasamtökum.

Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan.

https://www.youtube.com/watch?v=LTaiaKr3iAE

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular