spot_img
Friday, January 3, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxMikkel berst upp á titil í Búdapest

Mikkel berst upp á titil í Búdapest

Mikkel Nielsen (12-2), núverandi yfirþjálfari hnefaleika hjá Glímufélagi Reykjavíkur (GFR), mun berjast upp á WBO European millivigarbeltið í PP Center, Búdapest þann 24. Maí! Mikkel mætir heimamanninum Renato Egedi (20-1) sem hefur verið gott sem óstöðvandi síðan hann hóf atvinnumannaferilinn. 

Mikkel Nielsen er af dönsku bergi brotinn en hann flutti til Íslands og stofnaði fjölskyldu hér fyrir nokkrum árum. Hann er í dag yfirþjálfari hjá GFR ásamt því að sinna einkaþjálfun og litlum hópatímum. Mikkel var um tíma í danska landsliðinu í hnefaleikum og var þá þekktur fyrir mikla pressu, gott fjarlægðarskyn og fótahreyfingar.

Mikkel mætir hinum 29 ára gamla Renato Egedi frá Ungverjalandi sem er með 23 bardaga undir beltinu. Hann hefur sigrað 20 af þeim viðureignum og þar af 8 með rothöggi. Renato hefur tapað einum bardaga á ferlinum og kom það tap árið 2015, Renato er jafnframt ósigraður í 19 viðureignum í röð eftir þetta eina tap.
Renato Egedi er southpaw sem berst frekar þétt og nýtir ramman sinn vel. Hægri hendin hans Renato er ansi beitt bæði í stungunni og í skrokkshöggum ef marka má frammistöðuna hans gegn Philipp Wiesenhofer.

Þekkti andstæðinginn ekki áður

Mikkel segist ekki hafa þekkt til Renato áður en honum var boðið að mæta honum í hringnum. Honum líst vel á Renato sem andstæðing og hrósar honum fyrir flotta tækni.

Hann er technical gaur og svo er hann líka southpaw sem þýðir að það er erfitt að keppa á móti honum, en ég held að ég eigi góðan séns til að gera smá surprise

-Mikkel

Heilt yfir segir Mikkel að leiðin að beltinu snúist um hans eiginn styrkleika og hverju hann er sjálfur góður í frekar en að einblína á styrkleika andstæðingsins.

Ég er ekki búinn að skoða hann mikið. Bara eina mínútu hér og þar. Mér finnst ekki gott að skoða mikið frá bardögunum því þá ertu alltaf að undirbúa þig fyrir einhvað sérstakt… en þegar þú ert að keppa og berjast í bardaganum, þá er þetta alltaf öðruvísi

-Mikkel

Mikkel hefur tekið sér góðan tíma í undirbúning og hefur æft stíft síðastliðna 3 mánuði.

Ég þarf að fá knockout. Af því að við erum að keppa í Ungverjalandi og það er erfitt að vinna bardaga gegn heimamanni.

-Mikel

Mikkel hefur átt flottan feril í hnefaleikum, en segist vera búinn að lofa að þetta verði hans síðasti bardagi.

Hvað tekur við? Bara bjór og aðeins að slaka á. Ekki meira en það en þetta er síðasti bardaginn minn…. það er alveg staðfest… [En ef þú vinnur beltið?] þá er það bara goodbye.

-Mikkel

Þetta verður sannkallaður hnefaleikaföstudagur! En Valgerður mun einnig berjast á Unified Boxing þetta þetta sama kvöld og verður því streymt á UFC Fight Pass.

Upplýsingar um streymið má finna hér:

https://www.facebook.com/story.php?story_fbid=370949265953995&id=100091167726062&rdid=MYLcL9xfRsFP3UoY

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular