Mikkel Nielsen (12-2), núverandi yfirþjálfari hnefaleika hjá Glímufélagi Reykjavíkur (GFR), mun berjast upp á WBO European millivigarbeltið í PP Center, Búdapest þann 24. Maí! Mikkel mætir heimamanninum Renato Egedi (20-1) sem hefur verið gott sem óstöðvandi síðan hann hóf atvinnumannaferilinn.
Mikkel Nielsen er af dönsku bergi brotinn en hann flutti til Íslands og stofnaði fjölskyldu hér fyrir nokkrum árum. Hann er í dag yfirþjálfari hjá GFR ásamt því að sinna einkaþjálfun og litlum hópatímum. Mikkel var um tíma í danska landsliðinu í hnefaleikum og var þá þekktur fyrir mikla pressu, gott fjarlægðarskyn og fótahreyfingar.
Mikkel mætir hinum 29 ára gamla Renato Egedi frá Ungverjalandi sem er með 23 bardaga undir beltinu. Hann hefur sigrað 20 af þeim viðureignum og þar af 8 með rothöggi. Renato hefur tapað einum bardaga á ferlinum og kom það tap árið 2015, Renato er jafnframt ósigraður í 19 viðureignum í röð eftir þetta eina tap.
Renato Egedi er southpaw sem berst frekar þétt og nýtir ramman sinn vel. Hægri hendin hans Renato er ansi beitt bæði í stungunni og í skrokkshöggum ef marka má frammistöðuna hans gegn Philipp Wiesenhofer.
Þekkti andstæðinginn ekki áður
Mikkel segist ekki hafa þekkt til Renato áður en honum var boðið að mæta honum í hringnum. Honum líst vel á Renato sem andstæðing og hrósar honum fyrir flotta tækni.
Heilt yfir segir Mikkel að leiðin að beltinu snúist um hans eiginn styrkleika og hverju hann er sjálfur góður í frekar en að einblína á styrkleika andstæðingsins.
Mikkel hefur tekið sér góðan tíma í undirbúning og hefur æft stíft síðastliðna 3 mánuði.
Mikkel hefur átt flottan feril í hnefaleikum, en segist vera búinn að lofa að þetta verði hans síðasti bardagi.
Þetta verður sannkallaður hnefaleikaföstudagur! En Valgerður mun einnig berjast á Unified Boxing þetta þetta sama kvöld og verður því streymt á UFC Fight Pass.
Upplýsingar um streymið má finna hér: