Monday, June 17, 2024
spot_img
HomeErlentEdwards vill McGregor í nóvember

Edwards vill McGregor í nóvember

Leon Edwards segist vilja gefa Conor McGregor séns á að verða þriggja þyngdaflokka meistari og vill mæta honum í Madison Square Garden í New York í nóvember ef hann vinnur Belal Muhammad, gefið að Conor sigri Michael Chandler.

Það er nokkuð öruggt að UFC mun snúa aftur til New York og halda pay-per-view viðburð í Madison Square Garden 9. nóvember. Jon Jones póstaði á samfélagsmiðla að hann muni berjast þar í titilbardaga fyrir þungavigtarbeltið en hann eyddi póstinum stuttu seinna. Að öllum líkindum verður Stipe Miocic andstæðingurinn hans en það hefur legið í loftinu síðan þeir áttu að berjast síðasta nóvember, einnig í MSG.

Edwards lét svo hafa það eftir sér að hann vilji Conor næst í samtali við Ariel Helwani í The MMA Hour hlaðvarpsþætti hans og nefndi MSG í nóvember. Conor og Chandler munu mætast 29. júní í Las Vegas á UFC 303 og er viðburðurinn strax orðinn tekjuhæsti viðburður UFC frá upphafi og eru miðar að seljast á svakalegar upphæðir enda mikil spenna fyrir endurkoma Conors.

Jon Jones og Conor McGregor á sama viðburði væri auðvitað eitt stærsta augnablik í sögu blandaðra bardagaíþrótta sem gæti orðið að veruleika ef allt gengur upp eins og Leon Edwards spáir.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular