Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJÍslandsmeistaramótið í No-gi fer fram um helgina

Íslandsmeistaramótið í No-gi fer fram um helgina

Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Nogi glímu fer fram næstkomandi laugardag í húsakynnum Ármanns í Laugardalnum. BJÍ (BJJ Samband Íslands) hefur hingað til haldið árlegt mót í Gi en hefur núna ákveðið að gera hvoru tveggja. 

Mótshaldarar segja að stemningin og eftirvæntingin fyrir mótinu sé mikil og búast megi við fjölmennu móti. Það er mjög góð skráning í byrjendaflokki (hvít belti) og mikið af nýliðum að taka sín fyrstu skref. Miðhópurinn, sem nær yfir blá og fjólublá belti, verður mjög sterkur í ár og má eiga von á mikilli baráttu um að komast á pall þar. Alls eru 90% skráðra keppanda í byrjenda- og miðflokki. 

Það er áberandi mikið af ungum upprennandi strákum að vaxa upp í efsta stigið og má búast við öflugum glímum á efsta stigi vegna þess.

BJJ iðkendum finnst líklega skrítið að það hafi ekki verið haldið Íslandsmeistaramót í No-gi áður. Mjölnir Open hefur verið hið óformlega Íslandsmeistaramót hingað til en BJJ sambands Íslands vonast að með breyttu fyrirkomulagi fái nýliðar betra tækifæri til að keppa við jafningja. Nýir iðkendur og keppendur eiga því auðveldara með að taka á skarið og keppa í fyrsta skipti og vonandi oftar í framhaldinu. Með aukinni þátttöku gætu mótin orðið fleiri og stærri. Það hefur verið vilji stjórnarinnar að halda No-gi mót síðan 2019, en heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn og tafði framförina. Sem betur fer er biðin á enda og er loksins komið að fyrsta opinbera Íslandsmeistaramóti í No-gi glímu!

Þátttkendur munu vigta sig inn kl 10:00 á laugardaginn og er gert ráð fyrir því að fyrsta glíman muni hefjast klukkan 11:00

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular