spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJMinningarglíma Arnars Inga vakti mikla lukku

Minningarglíma Arnars Inga vakti mikla lukku

Minningarglíma Arnars Inga fór fram síðastliðinn laugardag í húsakynum Reykjavík MMA. Þangað kom glímufólk frá ýmsum félögum og nutu þess að glíma saman. Líklega hafa verið rúmlega 60 manns viðstödd þegar mest var. Fimmta Lotan, hlaðvarp MMA Frétta, var á staðnum og bauð pening fyrir uppgjafartök til styrktar Krafts, Stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

Instagram: trostun_1980

Heiðar Ingi, einn af umsjónarmönnum Fimmtu Lotunnar, mætti Stefáni Fannari (Mjölni) í uppgjafarglímu gegn krabbameini. Stefán Fannar fann uppgjafartak 14 sinnum gegn Heiðari á 5 mínútum og uppskar 500 kr í styrk til Krafts fyrir hvert þeirra. 

Pétur Óskar Þorkelsson frá VBC tók einnig að sér að finna uppgjafartak gegn Fimmtu Lotunni. Hann virtist njóta sín ágætlega og glímdi við báða Fimmtu Lotu mennina sem voru á staðnum. Því miður misstum við tölu á því hversu mörgum uppgjafar tökum Pétur náði gegn hlaðvarpsstrákunum. En þjóðsögur herma að hann hafi náð jafn mörgum og Stefán Fannar og aflaði þar af leiðandi jafn mikilla fjárhæða til styrktar Krafts fyrir hönd VBC.

Instagram: trostun_1980

Fimmta Lotan gefur í heildina 16.000 til Krafts fyrir vel unninn fantabrögð frá VBC- og Mjölnismönnum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular