Mjölnisstrákarnir héldu út til Finnlands um helgina og tóku þátt í ADCC North European Open.
Alls unnu Mjölnir til fjögurra verðlauna á mótinu. Logi Geirsson van gull í -88 kg flokki, Stefán Fannar sótti brons í -88 kg flokki og silfur í opnum flokki. Fjórða medalían fór svo til bardagamaskínunar Arons Franz sem nældi sér í brons í -70kg flokki.
Logi Geirsson og Stefán Fannar kepptu í sama flokki. Stefán byrjaði á því að sigra tvo heimamenn en tapaði svo fyrir Aleksi Kylmälahti (FIN) í undanúrslitum. Logi Geirsson kom svo sterkur inn í lokaviðureign -88kg flokksins eftir að hafa sýnt mikla yfirburði í viðureignunum á undan. Logi hefndi Stefáns og sigraði Aleksi Kylmälahti með Rear Naked Choke. Flott frammistaða hjá strákunum sem gerðu lítið annað þennan dag en að snýta Finnum í Nogi.