spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMMA lögleitt í Frakklandi

MMA lögleitt í Frakklandi

MMA verður loksins lögleg íþrótt í Frakklandi frá og með janúar á næsta ári. Roxana Maracineanu, íþróttamálaráðherra Frakklands, tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær.

„Frá og með 1. janúar 2020 mun MMA formlega vera skilgreind sem íþrótt fyrir atvinnu- og áhugamenn í Frakklandi og starfa innan regluverks frá íþróttasambandi Frakklands í samræmi við alþjóðlegt umhverfi íþróttarinnar,“ sagðu Maracineanu í gær.

MMA hefur verið bannað í Frakklandi undanfarin ár. Tveir þingmenn Frakklands skiluðu inn greinargerð þar sem þeir lögðu til að íþróttin yrði lögleidd árið 2015. Ríkisstjórn Frakklands ákvað þess í stað að banna alla viðburði sem fara fram í búri og þar sem högg í höfuðið í gólfinu eru leyfð.

Samkvæmt Bloody Elbow var bannið undir sterkum áhrifum frá franska júdó sambandinu en sambandið hefur lengi verið á móti MMA. Franska júdósambandið hefur opinberlega sagt að íþróttin sé fyrir glæpamenn og hryðjaverkamenn og nýtti ítök sín á franska þinginu til að fá MMA bannað.

Maracineanu sagði að lögleiðing íþróttarinnar myndi koma í veg fyrir neðanjarðar viðburði þar sem tilskyld leyfi og regluverk væru ekki til staðar. Lögleiðing kemur íþróttinni á yfirborðið þar sem farið er eftir settum reglum og stöðlum fyrir öryggi keppenda.

Ekki eru margir bardagamenn frá Frakklandi sem berjast á hæsta getustigi í dag en Cheick Kongo, Nordine Taleb og Thibault Gouti berjast í UFC eða Bellator um þessar mundir. Þá hefur Francis Ngannou búið í Frakklandi lengi vel.

Dana White, forseti UFC, hefur lengi lofað því að fara til Frakklands um leið og íþróttin yrði lögleidd. Nú er spurning hvort UFC heimsæki Frakkland á næsta ári en Ngannou er líklegur til að vera í aðalbardaga kvöldsins þar.

Fá ríki í Evrópu eru eftir sem hafa ekki lögleitt MMA en þar má nefna Ísland og Noreg en lögleiðing íþróttarinnar er í vinnslu í Noregi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular