0

Colby Covington mætir Robbie Lawler í ágúst

Næsti bardagi Colby Covington verður ekki titilbardagi. Covington mun mæta Robbie Lawler í aðalbardaga kvöldsins þann 3. ágúst.

Colby Covington hefur ekki barist síðan hann sigraði Rafael dos Anjos um bráðabirgðarbeltið í veltivigtinni. Sá bardagi fór fram í júní 2018 og hefur hann verið á hliðarlínunni síðan þá. Fastlega var búist við að Covington fengi titilbardaga gegn þáverandi meistara, Tyron Woodley, en Covington þurfti að fara í smávægilega aðgerð á nefinu og fékk Darren Till titilbardagann þess í stað.

Covington var sviptur bráðabirgðartitlinum og var aftur horft framhjá honum þegar Woodley var bókaður í titilbardaga gegn Kamaru Usman. Usman sigraði Woodley og var næstum öruggt að Covington fengi loksins titilbardagann.

Usman er hins vegar enn meiddur og mun ekki geta barist fyrr en í nóvember. UFC hefur því bókað Covington í bardaga gegn Robbie Lawler á UFC bardagakvöldinu í Newark, New Jersy þann 3. ágúst.

Covington sagði í samtali við Ariel Helwani að hann væri í raun að verja titilinn sinn.

Robbie Lawler barðist síðast við Ben Askren í mars þar sem hann tapaði í umdeildum bardaga. Lawler átti að mæta Tyron Woodley núna um helgina en Woodley meiddist og fékk Lawler ekki nýjan andstæðing.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.