Thursday, April 25, 2024
HomeErlentMögnuð tilþrif í Contender Series í vikunni

Mögnuð tilþrif í Contender Series í vikunni

Áskorenda sería Dana White hófst aftur í vikunni og það með hvelli. Allir bardagarnir enduðu með rothöggi og fengum við mögnuð tilþrif.

Í áskorendaseríu Dana White, Contender series, fá upprennandi bardagamenn tækifæri á að berjast um samning við UFC. Serían fór í pásu á meðan UFC var í Abu Dhabi en fór aftur af stað nú á miðvikudaginn.

Í fyrsta bardaga kvöldsins mættust þeir Jared Vanderaa (10-4) og Harry Hunsucker (6-2) í þungavigt. Bardaginn byrjaði strax með látum þar sem allt var gefið í hvert einasta högg og Jared labbaði í gegnum nokkur svaðaleg högg í byrjun bardagans. Það byrjaði örlítið að hægjast á Harry þegar leið á lotuna sem Jared nýtti sér með frábæru höggi sem endaði með að dómarinn stoppaði bardagann í 1. lotu.

Annar bardagi kvöldsins var í fjaðurvigt á milli Luis Saldana (13-6) og Vince Murdock (12-3). Saldana var frábær standandi og útboxaði og sparkaði stanslaust í Vince. Vince átti fá svör en sýndi mikið hjarta og góða höku í fyrstu tveimur lotunum.

Í 3. lotu kom Saldana svo með ótrúlega syrpu sem endaði með því að hann sparkaði Murdock í gólfið og kláraði bardagann með höggum í gólfinu. Þvílíkt flottur bardagamaður sem hefur alla burði til að ná langt í sportinu.

Þriðji bardaginn var svo á milli þeirra Edson Gomes (6-1) og Ignacia Bahamondes (10-3) í veltivigtinni. Miklar sviftingar voru í lotunni en Bahamondes virtist vera að hitta meira en það leit út fyrir að hann hefði ekki kraftinn til að rota Gomes. Svo í annarri lotunni gaf Bahamondes í og stillti Gomes upp fyrir eitt flottasta rothögg ársins – framspark beint í kjammann og Gomes steinlá. Það verður gaman að fylgjast með hvað þessi 23 ára drengur gerir í UFC í framtíðinni.

Í aðalbardaga kvöldins voru léttþungavigtamennirnir Carlos Ulberg (2-0) og Bruno Oliveira (8-1). Bardaginn byrjaði rólega miðað við hina bardagana.
Það leit út fyrir að það væri ekki mikið að fara að gerast í fyrstu lotunni en Carlos náði svo góðum vinstri krók sem hann fylgdi eftir með hægri krók og rotaði Oliveira.

Það tók Dana White ekki langan tíma að ákveða hverjir fengu samning eftir kvöldið þar sem hann stóð upp úr stólnum eftir aðalbardaga kvöldins og beint að míkrafóninum og bauð öllum sigurvegurunum samning við UFC.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular