Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentÚrslit ONE: Inside the Matrix II

Úrslit ONE: Inside the Matrix II

Kiamrian Abbasov

ONE Championship var með bardagakvöld í Singapúr í dag. Einungis fimm bardagar voru á dagskrá á þessu fjöruga bardagkvöldi.

Kvöldið fór hratt af stað því fyrstu þrír bardagarnir kláruðust strax í fyrstu lotu – tveir með fallegum rothöggum og einn með uppgjafartaki.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Timofey Nastyukhin og Peter Buist um hvor þeirra fengi að mæta léttvigtarmeistaranum Christian Lee um titilinn. Bardaginn var skemmtilegur en yfirburðir Nastyukin voru miklir. Bardaginn endaði í dómaraákvörðun þar sem Timofey Nastyukhin var dæmdur sigurinn eftir einróma ákvörðun.

Aðalbardaginn fór fram á milli veltivigtarmeistarans Kiamrian Abbasov frá Kyrgistan og hinum bandaríska, ósigraða, fyrrum LFA veltivigar meistara James Nakashima (12-0). Þetta var fyrsta titilvörn Abbasov síðan hann vann titilinn í október í fyrra. Nakashima byrjaði vel og var með yfirhöndina í bardaganum. Nakashima reyndi tveggjafóta fellu í fjórðu lotu, Abbasov náði hins vegar að verjast fellunni með því að setja hnéð í andlit Nakashima og vanka hann. Abbasov fylgdi vel á eftir og dómarinn stoppaði bardagann í 4. lotu.

Heilt yfir var bardagakvöldið mjög skemmtilegt og mörg skemmtileg tilþrif sáust. Næsta bardagakvöld ONE Championship er föstudaginn 13. nóvember. Þá mætast fyrrum UFC bardagmaðurinn John Lineker og fyrrum ONE bantamvigtarmeistarinn Kevin Belingon í aðalbardaga ONE: Inside the Matrix III.

Úrslit ONE: Inside the Matrix II

Veltivigt titilbardagi: Kiamrian Abbasov sigraði James Nakashima með tæknilegu rothöggi í fjórðu lotu (3:27)
Léttvigt: Timofey Nastyukhin sigraði Pieter Buist eftir dómaraákvörðun
Fluguvigt: Yuya Wakamatsu sigraði Kim Kyu Sung með rothöggi í fyrstu lotu (1:46)                                        
Fluguvigt: Eko Roni Saputra sigraði Ramon Gonzales með uppgjafartaki (rear naked choke) í fyrstu lotu (4:07)                                          
Atómvigt kvenna: Meng Bo sigraði Priscilla Hertati Lumban Gaol með rothöggi eftir í fyrstu lotu (1:26)

Meng Bo átti rothögg kvöldsins sem má sjá hér að neðan:

Bardagakvöldið í heild sinni má sjá hér að neðan.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular