spot_img
Wednesday, May 7, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMun Song syngja sigursönginn?

Mun Song syngja sigursönginn?

UFC snýr aftur til Seattle í kvöld þar sem Henry Cejudo mætir Song Yadong í aðalbardaga kvöldsins. Fyrir utan spennandi aðalbardaga er eitt og annað á þessu kvöldi sem ætti að geta glatt bardagaáhugamenn sem syrkja ekki um of þær viðureignir sem féllu upp fyrir. En aðalbardagi kvöldsins er sígild saga um ungan bardagamann sem reynir að steypa þeim eldri og reyndari af stóli.

Henry Cejudo er vel þekkt nafn í MMA-heiminum. Hann gekk frá búrinu eftir sigur gegn Dominick Cruz á UFC 249. Henry hafði þá á stuttu tímabili orðið fluguvigtarmeistari og svo stuttu seinna bantamvigtarmeistari og lauk ferlinum, að við héldum, með því að verja beltið gegn Cruz. Henry Cejudo var þá á sex bardaga sigurgöngu og virtist hafa valið fullkominn tíma til að leggja hanskana á gólfið.

Það leið þó ekki að löngu fyrr en Cejudo taldi sig geta sótt bantamvigtarbeltið sitt aftur til baka. Honum virtist hafa verið sýnd en ekki gefin veiðin því eftir endurkomu Cejudo hefur hann tapað bæði fyrir fyrrum meistaranum Aljamaine Sterling og Merab Dvalishvili, núverandi meistara.

Henry er ekki meistari lengur, en hversu langt hefur hann fallið?

Eftir endurkomu Cejudo og töpin tvö er nokkuð ljóst að hann er ekki á sama meistarastigi og áður, en spurningin er þá hversu langt hann hefur fallið frá hæstu hæðum. Fyrir bardagann situr Song Yadong í 8. sæti styrkleikalistans og einu sæti fyrir neðan Cejudo sjálfan. Miðað við stöðutöfluna er þetta fullkominn bardagi til að setja saman.

Song Yadong á hinn boginn er hefur tapað tveimur bardögum af síðustu fimm, það var gegn Petr Yan og Cory Sandhagen sem skipa tvö af efstu 4 sætum styrkleikalistans. Það er því nokkuð staðfest að hvorugur þeirra Yadong eða Cejudo á sérstakt erindi í top 5 sæti á listanum.

Það er ein af vondum MMA-staðreyndum lífsins að menn vinna ekki fyrri titlana sína til baka eftir 34 ára aldur. Þessi staðreynd er 95% sönn. Við getum því sagt með vissu að hinn 38 ára gamli Cejudo verður aldrei meistari aftur. Hann hefur virkað hægur upp á síðkastið og glímutilburðirnir sem hann var þekktur hafa ekki verið til staðar. Það má færa rök fyrir því að hann hafi ekki viljað glíma við Sterling og Dvalishvili enda myndi hann líklega ekki bera sigur úr bítum á þeim vígvelli. En gegn Yadong?

.. líklega ekki. Yadong hefur mjög greinilega verið að æfa felluvarnir undir handleiðslu Uriah Faber og bar mjög á því í viðureigninni gegn Ricky Simon í apríl 2023. Ricky reyndi og reyndi að ná Yadong í gólfið en allt kom fyrir ekki.

Yadong er boxari af guðsnáð. Yadong kom sér mjög langt í UFC með góðu fjarlægðarskyni og hröðum höndum og ef hann heldur í þau vopn ásamt því að geta varist fellutilraunum gæti þetta orðið erfið barátta fyrir Cejudo.

Þetta verður að sjálfsögðu fimm lotu bardagi og tel ég eðlilegt að gefa yngri manninum yfirhöndina á því sviði. Cejudo verður líklega fyrri til að brenna út á þoli.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið