spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMynd: Hönd Anthony Smith brotin - frá í 6 mánuði

Mynd: Hönd Anthony Smith brotin – frá í 6 mánuði

Anthony Smith braut á sér höndina í bardaganum gegn Alexander Gustafsson á laugardaginn. Smith fer í aðgerð í vikunni og verður frá í nokkra mánuði.

Anthony Smith sigraði Alexander Gustafsson á laugardaginn. Í 2. lotu braut hann á sér höndina þegar vinstri krókur hans lenti á höfði Gustafsson.

Smith fór í myndatöku í gær og er höndin nokkuð illa brotin. Smith fer í aðgerð á höndinni á miðvikudag og mun taka fjóra mánuði fyrir höndina að jafna sig. Smith býst því við að taka sér tvo mánuði í að koma sér aftur af stað þegar höndin hefur jafnað sig og mun hann því ekki berjast næsta hálfa árið.

„Þetta var svo ógeðslega vont, þetta var hrikalegt. Þetta var ekki svo slæmt í fyrstu en þegar leið á bardagann varð þetta hræðilegt. Ég sagði við þjálfarann að höndin væri brotin en hann sagði mér bara að nota olnboga í staðinn. En ég sagði skítt með það og hélt áfram að nota vinstri höndina,“ sagði Smith við MMA Fighting.

„Þannig er hugarfarið mitt. Ég er hérna slasaður, berjumst bara. Höndin var hvort eð er ekkert að fara að brotna meira. Ég vissi að ég þyrfti að fara í aðgerð þannig að ég þurfti bara að halda áfram.“

Smith ætlar að taka sér gott frí með fjölskyldunni á meðan hann jafnar sig á meiðslunum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular