0

UFC staðfestir bardaga Khabib og Dustin Poirier í september

UFC staðfesti fyrr í dag titilbardaga Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Bardaginn fer fram á UFC 242 þann 7. september og verður aðalbardagi kvöldsins.

Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann sigraði Conor McGregor þann 6. október í fyrra. Eftir bardagann brutust út fræg hópslagsmál og fékk Khabib níu mánaða keppnisbann sem lýkur í júlí.

Í fjarveru Khabib setti UFC saman titilbardaga um bráðabirgðarbelti í léttvigtinni á milli Dustin Poirier og Max Holloway. Poirier sigraði Holloway og verða beltin því sameinuð í september.

Bardagakvöldið fer fram í Abu Dhabi og hefur UFC staðfest að bardagakvöldið fari fram að kvöldi til í Abu Dhabi. Það þýðir að aðalhluti bardagakvöldsins mun hefjast kl. 18:00 hér á Íslandi.

Nokkrir bardagar hafa verið staðfestir á kvöldið og má þar nefna bardaga Islam Machachev og Davi Ramos og þungavigtarbardaga Curtis Blaydes og Shamil Abdurakhimov.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.