spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMynd: Támeiðsli Bisping vekja athygli

Mynd: Támeiðsli Bisping vekja athygli

Michael Bisping mætti Thales Leites í gær í aðalbardaganum á bardagakvöldi í Skotlandi. Óvenjuleg támeiðsli Bisping stálu athyglinni frá bardaganum.

Bisping sigraði Leites eftir klofna dómaraákvörðun í skemmtilegum bardaga. Í 2. lotu rifnaði húð af stórutá Bisping og fann hann til í hvert sinn sem hann steig í fótinn. Á myndinni má sjá hvernig húðin hangir eins og beikonsneið.

„Það er frábært að berjast erfiðan fimm lotu bardaga og það eina sem fólk vill tala um er táin þín. Þetta eru bara pirrandi eymsli. Hvert skref var sársaukafullt en ég get svo sem ekki kvartað,“ sagði Bisping eftir bardagann.

michael-bisping-tá

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular