Bellator 140 fór fram í gær og mátti sjá nokkur glæsileg tilþrif. Vonarstjarna Bellator, Micheal Page, olli ekki vonbrigðum og Paul Daley náði sínu 41. rothöggi á ferlinum.
Micheal ‘Venom’ Page er ein helsta vonarstjarna Bellator. Kappinn er með skemmtilegan stíl og var sigurinn í gær hans áttundi á ferlinum. Hann er enn taplaus og var þetta fjórði sigur hans með rothöggi.
Rothöggið í endursýningu
Brennan Ward mætti Roger Carroll og er óhætt að segja að Carroll hafi ekki átt erindi í búrið með Ward. Það tók Ward aðeins tvær mínútur að klára Carroll með þessu rothöggi.
Paul Daley hélt uppteknum hætti og sigraði Dennis Olson með rothöggi í 2. lotu. Daley var í nokkur skipti nálægt því að klára bardagann og hafði mikla yfirburði.
Í aðalbardaganum mættust þeir Andrey Koreshkov og Douglas Lima um veltivigtarbeltið. Lima tókst ekki að verja beltið og var Koreshkov krýndur veltivigtarmeistari Bellator í gær.
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023