spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMynd: Þrír bardagamenn UFC á ótrúlegri sigurgöngu - gætu allir mæst

Mynd: Þrír bardagamenn UFC á ótrúlegri sigurgöngu – gætu allir mæst

Þrír bardagamenn í UFC eru nú á ótrúlegri sigurgöngu og gætu allir mæst í náinni framtíð. Þeir Max Holloway, Tony Ferguson og Khabib Nurmagomedov hafa allir unnið meira en tíu bardaga í röð.

Max Holloway er ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og mun verja titilinn sinn næst gegn Brian Ortega í desember. Holloway hefur unnið 12 bardaga í röð í UFC eða síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2013.

Khabib Nurmagomedov hefur unnið alla 11 bardaga sína í UFC. Khabib er ríkjandi léttvigtarmeistari en gæti farið upp í veltivigt í framtíðinni.

Tony Ferguson hefur sömuleiðis unnið 11 bardaga í röð. Þeir Khabib og Ferguson hafa fjórum sinnum átt að mætast en aldrei hefur þeim tekist að mæta í búrið. Tvisvar hefur Khabib þurft að bakka úr bardaganum og tvisvar hefur Ferguson þurft að bakka út. Ótrúleg bölvun hefur hvílt á bardaganum en að öllum líkindum mun Khabib mæta Ferguson næst.

Talið er að Max Holloway muni í náinni framtíð fara upp í léttvigt enda er niðurskurðurinn í fjaðurvigtina ekki auðveldur. Niðurskurðurinn verður bara erfiðari með árunum og spurning hvernig sigurganga hans mun standa þegar hann fer upp. Holloway gæti því mætt bæði Khabib og Tony Ferguson.

Holloway átti að mæta Khabib á UFC 223 í apríl en daginn fyrir bardagann var bardaginn blásinn af. Holloway var bannað að skera meira niður þar sem íþróttasambandinu í New York var farið að lítast illa á blikuna. Holloway tók bardagann með sex daga fyrirvara og komst ekki í þyngdarflokkinn fyrir ofan sig.

Þessi skemmtilega mynd birtist á Reddit í dag.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular