UFC hefur látið endurhanna beltið sitt sem meistarar fá. Sigurvegari bardagans á milli T.J. Dillashaw og Henry Cejudo mun því fá glænýtt belti um mittið.
UFC ætlaði að frumsýna nýja beltið á UFC 232 í lok desember en þar sem bardagakvöldið var flutt milli fylkja sex dögum fyrir bardagann varð ekkert úr þeim plönum. Nýja beltið var því frumsýnt í dag á samfélagsmiðlum.
?New @ufc championship belt debuting Saturday! ? pic.twitter.com/J68Wak1NCv
— ESPN MMA (@espnmma) January 18, 2019
Merkingarnar á nýja beltinu hafa ýmsa þýðingu og eru meðal annars fánar þeirra landa sem hafa átt meistara.
Beltið er kallað Legacy belti og eru þegar skiptar skoðanir um útlit þess.
Here are some images of the new UFC championship belt that will be unveiled tomorrow night.
The UFC Legacy Championship Belt will be uniquely customized for each individual champion by the athlete’s country, weight class, and number of title defenses and weighs 10.45 lbs. pic.twitter.com/zZmYpGrZs4
— Aaron Bronsteter (@aaronbronsteter) January 18, 2019
Nýja beltið er að sögn UFC þrefalt verðmætara en fyrra beltið. Hvert belti verður hannað sérstaklega fyrir hvern meistara eftir þjóðerni hans, þyngdarflokki og fjölda titilvarna. Hver meistari mun því ekki lengur fá nýtt belti fyrir hvern titilbardaga og mun sama belti vera uppfært fyrir hverja titilvörn.